Þakklæti

Ég var að lesa fréttablaðið frá því um helgina í morgun. Þar rak ég augun í það í grein, að nú þarf alkóhólisti sem fer í eftirmeðferð hjá SÁÁ að greiða 55 þúsund krónur fyrir það. Mér varð mjög mikið um. Þegar ég fór í meðferð 2002, þurfti ég ekki að borga krónu, ég var í 15 daga á Vogi, 28 daga á Vík og svo var ég heilt ár í kvennameðferð. Ef ég hefði þurft að borga fyrir þetta, hefði ég ekki farið, ég átti engar 55 þúsund krónur auka og hefði ég átt þær, hefði ég alveg örugglega talið þeim betur varið í annað. Ég veit ekkert hvar ég væri ef ég hefði ekki tekið þá ákvörðun að þiggja meðferð. Það er mitt helsta gæfuspor til þessa, því að þar byrjaði allt. Allt sem ég hef öðlast á þessum tæpu níu árum. Allt sem ég hef upplifað, lent í og lært. Ég varð meyr af að lesa þessa frétt og ég fylltist þakklæti og fékk líka yfir mig þessa undarlegu tilfinningu um að ég væri hólpin, eða meira svona bara "ég rétt slapp". Því að guð má vita hvaða leið ég hefði annars farið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 93870

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband