NMW

Ég hef verið að bögglast eitthvað. Með skoðanir á hinu og þessu. Gleymi stundum að horfa bara á diskinn minn. Hverjum treysti ég fyrir matnum mínum? Engum, nema mér. Hver ber ábyrgð á matnum mínum? Enginn, nema ég. Hver ber ábyrgð á því að fráhaldið mitt sé það mikilvægasta í lífinu mínu í dag? Enginn, nema ég. Stundum hugsa ég um að fólki hljóti að finnast skrítið að ég segi fráhaldið vera það mikilvægasta í lífinu mínu, eigandi þrjú börn, eiginmann, heimili og skuldbindingar ... þá skyldi skoða upphafið ... fyrir fráhaldið var ég að deyja, nei, ég var dauð, andlega dauð og ófær um að sinna grunnþörfum mínum, hvað þá annarra. Það breyttist með uppgjöfinni. Í dag, 1959 dögum síðar, er ég hæf. Hæf til að sinna börnunum mínum, þeirra andlegu og líkamlegu þörfum. Ég get átt ástríkt og einlægt samband við aðra fullorðna manneskju. Ég get allt sem ég ætla mér. Ekki alltaf í fyrstu tilraun, en á endanum hefst það. Ég á að vera mætt til fundar eftir klukkutíma, nú stend ég upp, fer í sturtu, klæði mig, græja yngsta soninn og fer af stað, ég mæti á réttum tíma, ég ber virðingu fyrir tíma annarra. Ég fer á hnén, bið minn æðri mátt að leiða mig í gegnum daginn, ég ber virðingu fyrir sambandi mínu við þann mátt, geri mér fulla grein fyrir því að án hans væri ég ekki þar sem ég er í dag. Mörgum finnst örugglega ekki merkilegur staður sem ég er á í dag, í stúdentaíbúð fullri af ómegð. En ef sá hinn sami fengi að glugga í hið innra, mætti þar sjá barmafullan bikar af þakklæti, auðmýkt og kærleik. Takk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

takk fyrir að vera til og vera til staðar fyrir þurfandi sálir,gott að lesa og horfa á sólroðann lífga upp skammdegið um leið

margret bara jósefsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 11:50

2 Smámynd: Ómar Ingi

Jólakveðja á þig og þína

Ómar Ingi, 25.12.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 93864

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband