Hugleiðing dagsins

Kannski er betra fyrir mig að blogga, ég veit það ekki. Ég er hugsi yfir dögunum, vikunum, mánuðunum sem fjúka framhjá. Ég átti átta ára edrúafmæli fyrir rúmri viku. Alltaf þegar ég á afmæli (allar tegundir) fer ég að hugsa, ég álít hvern afmælisdag nýtt upphaf, ég er algjör sökker fyrir nýjum upphöfum, fór að grenja í íslenskutíma þegar Atli lonsjorei var að kenna mér Völuspá um árið - Sér hún upp koma öðru sinni jörð úr ægi iðjagræna - þvílíkt fyrirheit - en svona er ég, hef ekki verið þakklátari fyrir neitt í heiminum en einmitt að læra að geta byrjað upp á nýtt - á öllum sviðum. Ég hef ekki verið nógu dugleg að fara út á meðal fólks síðustu mánuði, það er ekki gott fyrir mig, sjálfsskoðun í einrúmi fer mér afskaplega illa og hefur alltaf gert. Það endar iðulega með því að þegar ég svo loksins drullast út úr húsi, verð ég svo upptekin af því að bera ykkar ytri aðstæður við mínar innri, að ég fer öll í hnút. Ég gleymi því hvað ég er rík manneskja, hvað ég er lánsöm og hvað ég hef margt til að þakka fyrir. Ég á algjörlega frábært líf í dag og það er bara þannig af því að ég sjálf hef ekki of mikið verið með fingurna í uppbyggingunni - ég þarf stöðugt að minna mig á að ég get ekki stjórnað þessu, ég get ekki stjórnað eigin lífi, minn æðri máttur sér um mig, hvort sem er í gleði eða sorg, í gleði fagnar hann með mér, í sorg grætur hann með mér - ég veit það, ef ég lít yfir líf mitt þarf ekki fleiri vitnanna við - en þetta er ekki búið - nýr kafli er að hefjast, honum fylgir nýtt hlutverk ... það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að það verði einhver lognmolla í mínu lífi, hvorki hér eftir né hingað til - meira um það síðar

dúnn & friður

e


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

8 ára afrek til lukku með það hetja

Be brave

Just b U

Ómar Ingi, 4.2.2010 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband