4.2.2009 | 02:18
andvaka
ég sofnaði út frá handlæknisfræðinni, uppúr klukkan tíu í kvöld ... svo vaknaði ég rétt fyrir tólf aftur og þegar ég var búin að bylta mér í klukkutíma gafst ég upp og fór að vola ... það er orðinn stuttur þráðurinn sem snýr að svefn og hvíld ... þannig er nefnilega í pottinn búið að ég get helst ekki legið nema á einni hlið ... þeirri hægri, svona hefur þetta verið í nokkrar vikur og kroppur er orðinn heldur skældur af þessu ... ef ég ligg á bakinu á ég erfitt með andardrátt, því að bumban situr svo hátt og er líka frekar fyrirferðarmikil, að öllu leyti ... ef ég leggst á vinstri fara að heyrast furðuleg hljóð úr vélindanu á mér, einhver loftgangur en ekki beint rop, eitthvað voðalega skrítið, ljósan mín og ein hjúkka sem er með mér í sundi voru að láta sér detta í hug að ég væri þindarslitin, en ég veit ekkert um það, held bara í þá von&vissu að þetta muni lagast þegar barnið kemur ... það er svo sem ekkert skrítið að það gangi mikið á í meltingarveginum á mér, magamálið er töluvert minnkað vegna plássleysis, en á móti kemur að ég er að borða mjög stóra matarskammta til að fóðra erfingjann, svo að þetta er ástand sem mun ekki lagast fyrr en baby er komið í heiminn og þrýstingurinn minnkar ... ég reyni að vera voða skipulögð með matartímana mína, borða morgunmat eldsnemma, hádegis á slaginu tólf og kvöldmat helst ekki seinna en sex, allra síðasta lagi sjö ... var reyndar að borða um hálfátta í kvöld, þar sem ég nennti ekki á fætur sjö í morgun því ég átti ekki að mæta fyrr en tíu í skólann, en auðvitað fæ ég að súpa seyðið af því !
Bumbubúinn er í gríðarlegu stuði, eins og alltaf á nóttunni ... ég vona að sólarhringnum verði snúið við ekki seinna en við fæðingu, þó það skipti ekki nokkru einasta máli, ég ætla nú ekki að fara að gera neinar einustu kröfur á þetta blessaða barn, óska bara þess eins að það verði heilbrigt ... annað skiptir mig engu máli, ég er svo þakklát fyrir að vera ólétt, hlakka svo ótrúlega til að hitta þennan einstakling sem ætlar svo rækilega að snúa lífi okkar foreldranna við ... ji við erum svo spennt, og sama má segja um stóra bróður !
Þó ég sé að kvarta og kveina yfir svefnleysi og einhverjum slíkum smámunum hér, er ég ekki að velta mér upp úr þessu að neinu ráði ... mér finnst ég ekki eiga neitt bágt, margur hefur það verra og ég er ekkert nema þakklát fyrir þá stöðu sem ég er í í dag, fyrir nokkrum árum hefði mér ekki einu sinni dottið í hug að ég ætti eftir að eiga svona gott líf, gott, einfalt og eðlilegt líf ... hver er sinnar gæfu smiður og ég er að uppskera eins og ég hef sáð ... mér finnst ég meira að segja bara vera að uppskera nokkuð ríkulega miðað við það sem ég hef lagt í ... ég er lánsöm og þakklát
latte með röri í pottinum fyrir þann sem nennir að klára að lesa svona langlokur
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert hetja. Það er bara svo einfalt. Knús
Edda (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 08:39
Krúsídúlla
Kristborg Ingibergsdóttir, 4.2.2009 kl. 17:06
er þetta vigtað latte
ég kláraði
Marilyn, 5.2.2009 kl. 14:08
auðvitað vigtað
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 5.2.2009 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.