ég er svo aldeilis

ég er ein - í þögn

litla mús er sofandi (sem gerist ekki oft) - karlinn lagði sig (sem gerist enn sjaldnar) - drengurinn er úti að leika sér (sem gerist æ oftar, sem betur fer)

örverpið er búið að eiga voða bágt, hún grætur og grætur - en er að eiga góðan dag í dag, vonum að þeir verði fleiri - ég skrifa þetta á þriggja mánaða kveisu, sem þýðir að það er mánuður eftir - held mig við það, þangað til annað kemur í ljós

ég er ekkert voða sterk, að hlusta á hana gráta dregur úr mér allan kraft og oft enda ég dagana vonlítil og græt sjálf - heittelskaður er í fullu starfi við að telja í mig kjark og hvetja mig til þolinmæði

við ætlum að skella okkur í bústað í næstu viku, bara við tvö með litluna, stóri bróðir verður hjá ömmu sinni á meðan - ætlum að skilja tölvurnar eftir og vera bara kósí og fara í göngutúra og hafa það næs - o hvað ég hlakka til

ég hlakka ótrúlega til þegar henni fer að líða betur - hún er svo skemmtileg, farin að brosa og hjala og það verður svo gaman þegar hún fer að njóta lífsins, þetta korn

annars er nú hver dagur öðrum líkur, ég er dugleg að fara á fundi og starfa með öðrum, það gerir mig að betri manneskju 

takk í dag

e


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Awwww

Hafið það gott littla fjölskylda

Ómar Ingi, 5.5.2009 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 93901

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband