ég er að baka ...

... fyrir skírnarveislu barnanna minna, sem er á laugardaginn.

Það er nóg að gerast í hausnum á mér við baksturinn. Fyrst og fremst þessi beisikk atriði, ekki sleikja puttana, ekki smakka og allt slíkt sem ég þarf að passa því ég er í fráhaldi, reyndar er þetta orðið mér eðlislægt og ekki vandamál, en ég þarf samt að hafa hugann við þetta, annað væri óábyrgt. Svo þarf ég að passa mig á eigingirninni - einhverjir gætu spurt sig hvernig í ósköpunum er hægt að tengja bakstur við eigingirni ... ekki vandamál hjá mér sem er sjálfselsk og eigingjörn fyrir allan aurinn - málið er nefnilega það að ég borða ekki þessar kökur og finnst þá ekki jafn mikilvægt að vanda mig og gera vel ... en mér finnst nú svo margt. Ég er a.m.k. núna að leggja mig alla fram og ætla að gera þessar kökur eins bragðgóðar og flottar og ég get. Svo er það eitt sem kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar ég baka t.d. súkkulaðiköku, það er svo rosalega mikið af deigi - þetta verða alltaf 3 botnar, hérna einu sinni náði ég rétt að slefa í tvo ... ástæðan? jú ég át alltaf deigið :). Þó ég sé með hugann við þetta, er ég algjörlega frjáls, mér dettur ekki í hug að ég gæti höndlað að smakka, eða fá mér eina sneið, það er ekki til neitt hjá mér sem heitir ein sneið, mig langar ekki í eina sneið, það tekur því ekki, ein sneið gerir ekkert fyrir mig, hefur aldrei gert, mun aldrei gera.

Í meðvirkni minni hef ég núna alveg sjúklegar áhyggjur af því að enginn mæti í skírnina, fólki finnist við ekki nógu merkileg og gleymi að koma ... kræst best að slaka aðeins á :D

egg og sykur

esg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafrún Kr.

hahahaha.

Eins og þegar Daníel var skírður þá hafði ég mestu áhyggjurnar af því að það yrðu engar veitingar því ég dreifði því verki niður á fjölskylduna.  Semsagt'eg kom bara með eina köku og restin kom með fólkinu og úff ég var að fara yfirum.

En samt eins og vanalega var allt of mikið af kræsingum en ég tók EKKERT með mér heim sendi bara alla hina með heim hehe.

Hafrún Kr., 11.6.2009 kl. 15:52

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

þegar ég útskrifaðist fórum við með alla afgangana í Konukot - ætla að gera það aftur núna bara

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 11.6.2009 kl. 16:14

3 Smámynd: Marilyn

ÉG var svo mikið að passa mig á ofætutöktunum við undirbúninginn á síðustu skírn að það voru nánast engir afgangar, kláraðist bara allt upp til agna... nema súkkulaðikökurnar sem ég sá um að baka, voru tvær extra!!

Marilyn, 11.6.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 93916

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband