Dagur 1413

... ég er búin að vera rosalega löt að blogga, eða kannski ekki löt, það hefur ekki gefist tími, litli vökustaurinn minn sér alveg til þess að við foreldrarnir gerum ekkert nema það allra nauðsynlegasta ... þessar fimmtán vikur hafa verið þær erfiðustu lengi - og mér er skítsama hvað öllum finnst, ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna að mér finnst þetta á stundum bara vera drulluerfitt og hef oftar en einu sinni algjörlega misst húmorinn fyrir móðurlífinu (mín nýja íslenska þýðing á orðinu motherhood) - en þetta horfir allt til betri vegar, sú stutta er hætt þessu kveisustandi og nú stendur bara eftir lítil dekurdúkka sem ekki vill sofa og er orðin vön að láta halda á sér og að fá að hanga á túttu þegar hún vill ... uppeldið verður tekið föstum tökum á allra næstu dögum/vikum ... ég myndi ekki hata að fá að sofa heila nótt - hefur ekki gerst í hálft ár eða svo ... reyndar sefur litla skottið núna (þori varla að skrifa þetta, svo hrædd um að hún vakni þá!) og það eru dásamlegar stundir, það er ótrúlegur léttir að henni skuli vera bötnuð kveisan, það er svo erfitt að horfa á hana engjast um í magapínunni og glatað að vera svona ráðalaus, því það er jú engin lækning til við ungbarnakveisu og enginn svosem sem veit út af hverju hún kemur ... reyndar er augljóst að það skiptir máli hvað ég borða, hún var allt önnur þegar ég hætti að nota mjólkurvörur, ég tók líka út rófur, hvítkál, lauk og soya en ég veit ekkert hvort það hafði einhver áhrif, það var þegar hún var bara 2-3 vikna ... ég held að mjólkin hafi gert útslagið ... en það getur velverið að það sé eitthvað allt annað en á meðan hún er í lagi ætla ég ekki að nota mjólkurvörur ... ég fékk mér soyapönnuköku í morgun, ætla að fylgjast með því hvort henni verður illt eftir það ... Ó MÆ DOG er þetta  málið ... ég eignast eitt barn og dettur ekki í hug að skrifa um neitt annað en hana ... dís hvað ég er leiðinleg ... ég biðst forláts, þetta átti að verða rosa djúp færsla um fráhaldið mitt og hvað ég hef öðlast í lífinu mínu á þessum tæpu fjórum árum síðan ég fékk lausnina og hvað lífið er að leika við mig þessa dagana ... en núna er ég bara ótrúlega syfjuð og langar að leggja mig og dreg dýptina saman í nokkur orð ...

Það sem ég er að fá í dag vegna þess að ég er í fráhaldi

  • að vera í kjörþyngd (+nokkur meðgöngukíló)
  • ég var að gifta mig
  • fæ að hjálpa öðrum
  • fæ að kynnast öðrum sem díla við það sama og ég
  • fæ að lifa andlegu lifi
  • fæ að upplifa hluti sem kæmu ekki til mín nema afþví að ég er til friðs
  • rofin bönd verða heil að nýju 

og svo mætti lengi telja

farin að lúra smá

esg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alveg ertu dásamleg og þakka ég aðstoðina við mitt frá...það gengur bara vel þó ég segi sjálf frá

margret bara (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 17:12

2 Smámynd: Ella Guðný

þú ert dásamleg og gaman að fá að heyra að lífið sé að leika við þig :)

Ella Guðný, 18.6.2009 kl. 19:26

3 identicon

Ég fer næstum að gráta því að þetta á svo sannarlega við mig í dag.

Reyndar búinn að skrítinn dagur en lærdómsríkur.

Hlakka til að sjá þig næst.

Knús Lára

Lára Akranesi (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 23:21

4 identicon

Til hamingju með 1413 daganna og allt sem hefur komið til þín.

Þú ert svo dugl.... hehehe djók... 

Þú ert bara yndi.

knús

Lilja

Lilja Guðrún (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 23:01

5 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Til hamingju með allt elsku Ella Sigga mín. Ég man alveg eftir því að hafa verið að gefast upp á móðurhlutverkinu ogandvökunóttunum þegar hann Palli minn var með "kveisuna" sem engin veit hver er. Risaknús

Kristborg Ingibergsdóttir, 20.6.2009 kl. 12:40

6 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 20.6.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 93916

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband