Allt að gerast

Jæja þá er sælan búin, fæðingarorlofið á enda og venjulegt líf tekur við ... ég byrja í skólanum á morgun og í vinnu eftir viku

Frumburður byrjaði í Setbergsskóla í fyrradag og er bara sáttur ... Mýsla litla byrjaði í aðlögun hjá dagmömmu í morgun og lét eins og hún hefði aldrei gert annað, var reyndar heldur hissa á svipinn þegar við foreldrarnir kvöddum hana, en þett gekk rosalega vel og hún fer aftur a morgun

Við erum langt komin að koma okkur fyrir, heldur mikið af dóti sem endaði í geymslunni og ég á trúlega ekki eftir að nenna að sækja það neitt næstu vikur, en ég er full af góðum vilja og mun klára þetta fyrr en varir (not)

Það er eitthvað voða mikið á planinu næstu daga, fæ frænkur í kaffi á föstudaginn, fólk í mat á föstudagskvöldið, bumbumömmur í hitting á mánudaginn og svo ætla ég að halda saumaklúbb í vikunni á eftir ... tek málið náttúrulega alla leið loksins þegar ég kemst í gang

Siðustu mánuðir eru búnir að vera mjög notalegir, en ég finn það samt að ég er meira en tilbúin að komast út í lífið aftur, það á ekkert rosalega vel við mig að vera lengi á sama stað, að gera sömu hlutina (í þessu tilfelli skipta á bleyjum, gefa að éta og tala barnamál) ... hluti af mér vill vera áfram heima og dekra við dúlluna mína, en ég veit að hún hefur bara gott af því að umgangast önnur börn og með því að halda mínu striki í náminu og gera góða hluti í lífinu mínu verð ég betri mamma og hef meira að gefa henni

Við skiluðum af okkur íbúðinni í Vesturberginu í dag, ég fór þangað í morgun og fann strax hvað ég er rosalega sátt við að kveðja það tímabil í lífi mínu og byrja næsta hluta hér, skilja fortíðina eftir og horfa fram á við með litlu fjölskyldunni minni 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Þetta er svo gleðilegt blogg að ég bara brosi allan hringinn :) Til hamingju með hamingjuna.

Hugarfluga, 1.9.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband