Færsluflokkur: Bloggar
8.3.2009 | 17:24
jæja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.3.2009 | 11:29
allt með kyrrum kjörum í vesturberginu
ég er bara búin að sofa vel núna þrjár nætur í röð sveimérþáallamínadaga - það munar ekkert smá fyrir geðheilsuna ... ég er að hugsa um að fara að skríða framúr og við ætlum í leiðangur gömlu hjónin, það þarf að kaupa lök á rúm, einhverja dýnupjötlu á heimatilbúna skiptiborðið og svona sitthvað smálegt - annars er nú flest tilbúið og ekkert annað í stöðunni en að horfa bara á soltið meira despó og hvíla sig fyrir átökin ... ég er ótrúlega róleg, búin að ná að slaka mér vel niður eftir prófastressið og er bara afskaplega sátt við gang mála - viðurkenni alveg að ég nenni sossum ekkert að vera ólétt mikið lengur, en það er ekkert í mínum höndum, þetta barn mun í samráði við Guð koma þegar þess tími er kominn, eitt er víst að það verður velkomið og baðað í ást og umhyggju þegar þar að kemur, pabbinn er ofsa spenntur, stóri bróðir líka og mamman ekki síst - oh hvað þetta verður gaman
ég vona að þú, lesandi góður, eigir dásamlegan dag og fáir notið sömu forréttinda og ég, að eyða honum með þeim sem þér þykir vænst um
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2009 | 20:05
annað plan
var semsagt ekki undir sæng í dag, fór aftur upp í þegar lilli var farinn í skólann, svaf til tíu og fór svo að sauma út - klukkan ellefu tók ég kast og þaut á lappir, upp með ryksuguna og tók þétta sveiflu hérna - ryksugaði, skúraði allt og við rúttuðum til í svefnherberginu - fórum svo í mæðraskoðun og í bónus, keyptum bleyjur og fylltum ísskápinn - ég lagðist í bælið eftir þetta en núna erum við búin að borða góðan kvöldmat og ég er að dúlla mér ... set inn bumbu frá því í gær - 38 vikur og 5 dagar - hef séð betri myndir en þarna er ég búin að vera veik í fimm daga og nýskriðin úr bælinu - samt flott bumba !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.3.2009 | 22:39
aðeins hressari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2009 | 21:38
allt hreint
allar gardínur komnar upp, þvegnar og straujaðar ... tók allan daginn en það hafðist ... næst þegar ég blogga um að ég ætli að þrífa gardínur viljið þið þá kommenta hjá mér og segja mér að það er ógeðslega leiðinlegt að strauja gardínur takk ...
ég er ennþá með hita - ætla að fara snemma að sofa og hvíla mig á morgun - og hinn og hinn og hinn, ég er nebblega í orlofi !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.3.2009 | 12:59
alveg búin
ég svaf ekki í nótt - eða amk mjög lítið, var að snýta mér, hósta og fara fram að pissa í gríð og erg
klukkan sjö í morgun gafst ég upp og fór fram, ætlaði að leggja mig í lazy boy en fékk þá frábæru hugmynd að strauja frekar nýþvegnu gardínurnar - klukkan átta var ég semsagt búin að borða morgunmat og byrjuð að strauja - ég straujaði gardínurnar fyrir stofuna, þegar ég var búin að því tók ég til við rúmföt og taubleyjur barnsins tilvonandi - þegar Gummi vaknaði hálfellefu sendi ég hann niður að sækja svefnherbergisgardínurnar en ég hafði ekki orku til að klára þær, byrjaði aðeins á þeim samt, þarf nefnilega að sækja saumavélina og tylla þeim upp því límborðinn þvoðist í burtu - svo þarf ég líka að rúlla þær með límbursta því að kattahárin fóru ekki úr við þvott né þurrkaraferð - ég var svo sniðug að sækja mér skrifborðsstólinn hans JJ og sat við straujeríið og horfði á tvær bíómyndir á meðan - Tootsie og Love actually - og þó ég hafi setið á rassinum er ég samt, í fyrsta skipti á þessari meðgöngu, með fílafætur vegna bjúgs - mjög smart ... not !
nú er ég semsagt komin upp í rúm til að hvíla mig, ég er ógeðslega lasin, er með hita og búin að hnerra fimmtán sinnum meðan ég skrifa þessa færslu og eina óskin sem ég hef er að barnið taki ekki upp á því að fæðast í dag ... ég er bara of þreytt til að standa í slíku núna - en nú ætla ég að leggja mig og óska þér, lesandi góður, að þú eigir dásamlegan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2009 | 16:29
af hverju ertu með svona stóra bumbu?
spurði mig lítill snáði í sundlauginni í gær ... ég sagði honum að það væri af því að ég borðaði litla stráka sem spyrðu heimskulegra spurninga - djóóóók sagði auðvitað að ég væri með barn í maganu og honum fannst það óskaplega fyndið og systir hans hundskammaði hann ... þetta væri bara alls ekkert fyndið !
ég er komin 38 vikur í dag - eins og góð kona benti mér á þá eru semsagt 0-28 dagar eftir af þessari meðgöngu - læt myndir fylgja
nema hvað ... ég er komin í frí, ég er komin í vorfrí, sumarfrí, fæðingarorlof - kallaðu það því nafni sem þér hentar ... en ég er komin með tærnar uppí loft og verð þannig þangað til krakkinn kemur - not ... er að fara að skúra og þvo gardínur - þó að ljósmóðirin hafi sagt mér að gera það ekki ... ætla bara að fara hægt ... mjög hægt og varlega og vera góð stúlka !
en nú má ég ekki vera að því að skrifa meira - ég er upptekin, enda í orlofi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2009 | 16:42
alveg að koma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar