16.10.2010 | 10:22
16.október 1982
Mamma mín gat allt. Heklað, saumað, prjónað, eldað, farið á spænskunámskeið, rekið ein heimili og alið upp þrjá stráka. Hún gat líka stigið til hliðar þegar ljónið kom í land og ég fæddist. Hún vann á Hrafnistu, var vinsæl og vel liðin af öllum. Hún var fyndin og orðheppin. Hún fór og heimsótti vinkonu sína eitt föstudagskvöld, ég fór með. Þær fengu sér drykk og við fórum heim í leigubíl. Ég fór að sofa í pabba holu, hún var að stússast frammi. Einhvern tíma um nóttina rumskaði ég og heyrði hana hrjóta ofurlágt og kvenlega við hliðina á mér. Seinna um nóttina rumskaði ég aftur og tók í hendurnar hennar, þær voru kaldar og ég dró þær undir sæng til mín. Um morguninn vaknaði ég og þá var hún dáin. Ég hringdi í vinafólk, þau komu, það var farið með mig út af heimilinu. Ég sá hana aldrei aftur, fékk ekki að kveðja, ekki að vera við kistulagninguna. Þegar ég kom aftur sat pabbi í stofunni með prestinum. Svo var hún jörðuð og málið allt þar með. Það eru liðin 28 ár. Ég hugsa um hana á hverjum degi, sakna hennar alltaf.
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús á þig :*
Gerður Ósk (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 13:23
Góð kona og þú ert góð stúlka sem ert að verða góð kona
Ómar Ingi, 16.10.2010 kl. 17:34
Faðmlag......
Agnes (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.