26.9.2011 | 20:41
Ég vil spara
Eitt af fyrstu verkum Besta Flokksins átti að verða að taka upp systkinaforgang í leikskólum. Á leikskóla dóttur minnar eru fimm (já 5) pláss laus á yngstu deildinni. Leikskólinn er í göngufæri við heimili okkar og vinnustað eiginmannsins, sem er líka minn framtíðarvinnustaður. Samt keyri ég Neðstaleiti, Efstaleiti, Listabraut, Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Sæbraut,Langholtsveg og Kleppsveg á hverjum morgni og Kleppsveg, Sæbraut, Miklubraut, Háaleitisbraut, Listabraut, Efstaleiti, Neðstaleiti seinnipartinn til að fara með eins árs son minn til dagmömmu og svo keyri ég í Eirberg á Landspítalalóðinni þar sem ég sæki nám, já eða eins og þessa dagana og næstu vikur, þá er ég að fara víðsvegar um bæinn til að uppfylla verknámsskyldur mínar. Það eru engar dagmömmur lausar í hverfi 108 eða 103. Við fáum systkinaafslátt í leikskólanum af því að Borgin borgar okkur með tveimur börnum. Þessi afsláttur er fljótur að brenna upp í bensín til dagmömmunnar. Það hvíslaði því að mér lítill fugl að á ónefndum leikskóla í borginni væru tíu pláss laus á yngstu deildinni, á öðrum þrjú, á leikskólanum sem dóttir mín er á eru eins og áður sagði fimm laus pláss á yngstu deild. Það er búið að sameina, segja upp fólki með langa starfsreynslu og mikla hugsjón í starfi.
Besti lofaði réttlæti. Ég kaus Besta af því að ég trúði að hann myndi efna loforðin. Mér finnst ekki réttlæti að fólk úr öðrum sveitarfélögum fái leigðan róló af borginni og taki þar inn tíu börn í dagvistun á meðan dagmömmur í sama hverfi þurfa að pakka saman af því að þær fá ekki börn í plássin. Ég kaus Besta til dæmis út á þetta: http://bestiflokkurinn.is/en/um-flokkinn/aegerearaaetlun-besta-flokksins-allskonar-fyrir-reykjavik en mér finnst núna eins og ég hafi bara kastað atkvæðinu mínu út í loftið. Ég er ekki að gera úlfalda úr mýflugu, ég er ekki með neitt drama, ég bara tími ekki að keyra svona langt og borga tugi þúsunda fyrir dagmömmupláss (þó að dagforeldrarnir sem ég er með barnið mitt hjá séu þau bestu í bænum og ég myndi glöð borga þeim margfalt en þetta snýst ekki um það) þegar ég gæti verið að borga minna og um leið verið að stuðla að því að starfsfólk leikskólans þurfi ekki að færast til í starfi eða sitja og bora í nefið af því að það má ekki fylla plássin. Ef börnin mín fengju bæði að vera á leikskólanum myndum við nota bílinn miklu minna, sem væri til hagsbóta fyrir budduna okkar og náttúruna. Í staðinn er í það minnsta heilt ár eftir af auknu svifriki, léttari buddu og hálftómum litludeildum. Mér finnst það glatað.
Besti lofaði réttlæti. Ég kaus Besta af því að ég trúði að hann myndi efna loforðin. Mér finnst ekki réttlæti að fólk úr öðrum sveitarfélögum fái leigðan róló af borginni og taki þar inn tíu börn í dagvistun á meðan dagmömmur í sama hverfi þurfa að pakka saman af því að þær fá ekki börn í plássin. Ég kaus Besta til dæmis út á þetta: http://bestiflokkurinn.is/en/um-flokkinn/aegerearaaetlun-besta-flokksins-allskonar-fyrir-reykjavik en mér finnst núna eins og ég hafi bara kastað atkvæðinu mínu út í loftið. Ég er ekki að gera úlfalda úr mýflugu, ég er ekki með neitt drama, ég bara tími ekki að keyra svona langt og borga tugi þúsunda fyrir dagmömmupláss (þó að dagforeldrarnir sem ég er með barnið mitt hjá séu þau bestu í bænum og ég myndi glöð borga þeim margfalt en þetta snýst ekki um það) þegar ég gæti verið að borga minna og um leið verið að stuðla að því að starfsfólk leikskólans þurfi ekki að færast til í starfi eða sitja og bora í nefið af því að það má ekki fylla plássin. Ef börnin mín fengju bæði að vera á leikskólanum myndum við nota bílinn miklu minna, sem væri til hagsbóta fyrir budduna okkar og náttúruna. Í staðinn er í það minnsta heilt ár eftir af auknu svifriki, léttari buddu og hálftómum litludeildum. Mér finnst það glatað.
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.