einn dag í einu

ég er í fráhaldi í dag vegna þess að ég vigta og mæli þrjár máltíðir á dag af cgs, skrifa þær niður og tilkynni til sponsors einn dag í einu þrátt fyrir allt sem gerist í lífi mínu, ég fæ mér ekkert á milli mála nema svart kaffi og sykurlaust gos (hef t.d. ekki borðað tyggjó í tvo mánuði og þvílíkur sigur húrra húrra) og fráhaldið er það mikilvægasta í lífi mínu í dag vegna þess að ef ég er ekki í fráhaldi á ég mér ekkert líf og það er alveg satt...

það er vesen í gangi, það er steinn í vegi mínum og það er svo skrítið að ég er ekkert að fá kast yfir því þannig séð...ég er kvíðin og óttaslegin en samt treysti ég bara...ég treysti því að allt verði í lagi og geri það sem ég þarf og get til að það verði þannig...meira get ég auðvitað ekki gert...en það er rosalega fín lína á milli þess að gera EKKI NEITT og að GERA ÞAÐ SEM ÞARF þó að það sé lítið...og mér finnst (alltaf þegar ég segi/skrifa "mér finnst" fæ ég rödd sponsorsins míns í hausinn "það skiptir ekki nokkru einasta máli hvað þér finnst, hvað þér finnst mun ekki breyta gangi mála" og ég geri mér svo innilega grein fyrir því hvað það er rétt) semsagt mér finnst svo gott að geta hvílt í því að hafa gert það sem í mínu valdi stendur og þurfa ekki að gera meir annað en að bíða átekta og fá svo leiðbeiningu um næsta skref...

nema hvað...ég hef skoðun í dag, í morgun glotti ég yfir bakþönkum DÞJ um ólík viðhorf svía og íslendinga og svía til peninga, allehubba hvað það var sneddí og rétt...      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband