Kobe Bryant nautakjöt

 Var að lesa um nautakjöt sem kostar 16000 kr kg, já sextán ÞÚSUND krónur íslenskar...og einhvern kokk (some cock) sem var alveg handviss um að það myndi renna út eins og heitar lummur ... gott og vel, jú það er örugglega fullt af fólki sem kaupir það og áætla ég að hlutföll kaupenda skiptist svona...

1,5%    fólk sem hefur vit á góðu nautakjöti og lætur þetta ekki fram hjá sér fara, sama hvað það kostar

98,5%    fólk sem myndi ekki finna mun á eðal nautakjöti og framparti af sjálfdauðri geit EN GETUR EKKI VERIÐ ÞEKKTUR FYRIR ANNAÐ EN AÐ KAUPA EITTHVAÐ SEM KOSTAR SVONA MIKLA PENINGA OG KOM Í BLÖÐUNUM

any thoughts?

Annars hef ég oft borðað gott nautakjöt og finnst það fínt, hef reyndar verið meira í lambi síðustu mánuði og ár. Eitt sem ég uppgötvaði í sambandi við verð og annað.  Nú borða ég mjög mikið grænmeti, oft rúmt kíló á dag og kaupi það bara í bónus enda alveg hægt að fá gæðavöru þar á ekki neinum geðveikum prísum, ég bara vanda valið og læt ekki selja mér rusl, ég passa líka að fylgjast með kílóverði og bla bla bla allt sem hagsýn húsmóðir gerir, en svo ég komi mér að efninu þá sé ég fólk kaupa blandað salat í pokum dýrum dómum og allt í góðu með það, ég splæsi mér stundum í spínatpoka ef ég er í stuði, en ef ég skoða verðið á þessu salati, t.d. 75g poki af rucula kostar kannski tæpar fjögurhundruð krónur sem segir mér að kílóið af þessu salati kosti í kringum fjögurþúsund krónur... og ég læt ekki bjóða mér það heldur kaupi ég mér bara iceberg og tómata og gúrkur og paprikur og fer svo kannski 2x í mánuði og kaupi mér djúsí lamba rib-eye sem kostar rúman þrjúþúsund kall kílóið og elda geðveikan veislumat...  ég er nefnilega fátæk námsmey og er búin að læra ýmislegt til að hafa lífið gott og gómsætt án þess að það kosti hönd&fót...

en núna er umþóttunartími dagsins búinn og ég ætla að fara að læra, fyrir þá sem vilja ná góðri tengingu við sjálfa sig og sinn æðri mátt mæli ég með morgunhugleiðslu og hér er ein góð sem ég fékk senda í morgun ...

http://www.gratefulness.org/brotherdavid/a-good-day.htm

megið þið eiga dásamlegan dag elskurnar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband