28.11.2007 | 09:28
alki eða ekki??
ég var að reyna að sýna Gumma eitthvað (örugglega mjög merkilegt) á leiðinni í morgun...hann vildi nú bara einbeita sér að akstrinum, þannig að ég fór að tala um hvað ég væri glöð að það væri píkuspegill bílstjóramegin og hann sagðist viss um að ég væri að drekka kaffi, tala í símann og mála mig allt í einu meðan ég væri að keyra....hvaða vitleysa?? eníhú, þá sagði ég honum frá því þegar ég var einu sinni á leiðinni í partí, á sjötíu á hringbraut á gullescortnum, að drekka bjór, reykja og mála mig allt í einu, hefði örugglega verið í símanum líka nema það voru ekki komnir gemsar þetta er svo langt síðan hahaha... allavega barst talið að akstri undir áhrifum og ég skil ekki að ég hafi aldrei verið tekin fyrir slíkt...var aldrei stoppuð, ekki einu sinni þegar stelpurnar hringdu eitt sinn í lögguna til að láta taka mig þegar ég rauk eitthvað á bílnum...nema hvað þá sagðist minn heittelskaði hafa keyrt einu sinni undir áhrifum og fengið svo mikið samviskubit að hann kvaldist í margar vikur...ég fór að skellihlæja því að þetta er einmitt munurinn á ölkum og normies, þau læra af reynslunni og skammast sín...en ekki við... ónefndur maður missti einu sinni prófið og fékk svo vinnu útúr bænum og eitt sinn á leiðinni heim úr vinnunni stoppaði hann við hliðina á
á rauðu ljósi...nema hvað þar var auðvitað löggan sem hafði tekið hann á sínum tíma og honum fannst endilega að hann minntist þess að þessi maður ætti alls ekkert að hafa próf... svona gerist heldur ekki hjá normies þannig að ég er alveg klár á að sá maður er einn af oss
þetta eru tvær litlar ástæður fyrir því að ég þarf að sækja fundi og deila reynslu minni styrk og vonum með öðrum af mínu sauðahúsi, það þýðir ekkert fyrir mig að spegla mig í manninum mínum eða öðrum normies því að sá samanburður setur bara rugl í gang í hausnum á mér ...
svo langar mig að kommenta á leiðara fréttablaðsins í gær þar sem Jón Kaldal talar um að hamingjan eða góð heilsa sé ekki endilega falin í því að vera mjór, það er sko alveg rétt hjá honum, ég er í dag ca 35kg léttari en fyrir 2&hálfu ári og þó að lífið mitt hafi tekið stórkostlegum breytingum til hins betra, er ég enn sama manneskjan, ég fæ ennþá illt í liðina ef ég borða of mikið af tómötum og rófum, ég fæ ennþá magapínu ef ég borða of marga sveppi og ég get ekki borðað tyggjó því að ég fæ magakrampa af því...en það sem ég hef fengið með því að vigta og mæla þrjár máltíðir á dag þrátt fyrir allt sem gerist í lífi mínu, er það að ég er ekki lengur að deyja inni í mér og ég er ekki lengur í sykurrússi allan daginn og get gert það sem þarf að gera, sinnt mínum hversdagslegu störfum af alúð o.s.frv. ég upplifi það sterkt í allri umræðum um offitu, magaaðgerðir (og do i ever have skoðun á þeim) og átraskanir o.s.frv að það fyrir börnin okkar að missa okkur í dauðann útaf offitu og neyslu er ekki það versta sem gæti gerst, verra er að sitja uppi með mömmur/pabba sem eru kannski í hjólastól af offitu, á hæli útaf neyslu eða inni á heimilinu eins og hvirfilbylur sem leggur allt í rúst sem á vegi þeirra verður.... ÞESS VEGNA stunda ég prógrammið mitt og vigta og mæli þrjár máltíðir á dag, einn dag í einu...
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert svooooo dugleg. Ég er ekkert smástolt af þér.
Ásta (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.