29.11.2007 | 09:19
ég veit ekki afhverju
ég fæ bjánahroll þegar ég heyri eftirfarandi...
...ég fór á skeljarnar...
...tók í spaðann á honum...
en svona er ég nú bara skrítin
en af mér er það að frétta í dag að ég er í peysu af syni mínum (hann er tíu ára) og hún er alltof lítil á mig, þ.e.a.s. ermarnar eru of stuttar og peysan sem ég er í innanundir stendur framúr...smart... og ég er obbosslega glöð að mitt helsta áhyggjuefni sé einmitt það að vera í of lítilli peysu, þvílíkur lúxus... hringdi í morgun í úrsúlu til að panta tíma fyrir JJ hjá GÁs, hann sér víst ekkert í skólanum...og þegar hún spurði hvort ekki væri bara allt gott að frétta fékk ég næstum hláturskast því að það eru núna akkúrat fjögur ár síðan ég hætti hjá þeim og breytingarnar sem hafa orðið í mínu lífi eru ÓTRÚLEGAR, þannig að ég sagði auðvitað jú bara allt fínt...sem er rétt og svo verður hún bara að sjá mig og fá öppdeit þegar við hittumst 19.des, en fyrir þá sem ekki þekkja mig (ein dolti kokkí að halda að það sé bara fullt af fólki að lesa þetta sem ekki þekkir mig...eins og ég sé einhver ellý) þá eru breytingarnar á mörgum sviðum og mest áberandi er þetta...
http://ellasigga.myphotoalbum.com/view_album.php?set_albumName=album09
vonandi eigið þið góðan dag, ég er búin að biðja um einn slíkan fyrir mig og af því að ég er prinsessa þá fæ ég allt sem ég vil
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú varst nú meiri hlussan
Helga Dóra, 29.11.2007 kl. 14:52
hlussa.is ég skil nú bara ekki hvernig það var pláss fyrir okkur í fellihýsinu forðum daga...
ella sigga (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:11
Það bjargaði okkur að það voru 2 svefnrými. Annars hefði hýsið verið á hliðinni alla helgina.
Helga Dóra, 29.11.2007 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.