sjö mínútur yfir tvö

og ég er að fara í sálfræðipróf klukkan níu...veðrið er svo kolvitlaust að það leikur allt á reiðiskjálfi, ég nenni ekki að fara frammúr til að athuga hvort kápan er fokin af grillinu, því ég er svo hrædd um að ég fari að rjúka út á nærbrókinni til að sækja grillið...sem myndi enda í eftirfarandi mynd: ég á nærbrókinni og stígvélum af JJ á svölunum (sem eru eins og sundlaug því niðurfallið er bilað) búin að læsa mig úti (hefur gerst) og alveg að pissa í mig i þokkabót örugglega...

allavega er ég andvaka og skíthrædd í þessu veðri, ég er ekki mikill bógur þegar kemur að svona rosalegu roki, er alveg eins að bíða eftir að glugginn smallist og ég liggi í rigningu og glerbrotum... pessimistic much??

eníhú...ég er ágætlega undirbúin fyrir þetta próf, en ég er ekki tilbúin að vaka í nótt og vera algjörlega ósofin þegar á hólminn er komið, ég fúnkera vægast sagt illa þegar ég fæ ekki minn bjútíblund... en núna ætla ég að fara fram og pissa, verra að vera hlandblaut í ofanálag þegar björgunarsveitastrákarnir grafa mig undan glerbrotunum...góðar stundir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

óborganleg mjög myndræn lýsing hahaha gangi þér vel í prófinu

knus

Sigurður Hólmar Karlsson, 13.12.2007 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 94139

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband