17.12.2007 | 21:58
Djíngúl bells djíngúl bells
Jú Silla mín ég var einmitt að hamra þetta próf í morgun, gekk þrælvel bara, sem þýðir að ég er semsagt komin í jólafrí húrra húrra húrra...
Ég ætlaði aldeilis að taka mér góðan tíma í þetta og var ekkert að flýta mér, sat heillengi og glápti út um gluggann og hugsaði um daginn og veginn, svaraði öllum spurningum og gerði þriggja blaðsíðna ritgerð eins og beðið var um, samt var ég búin tíu mín yfir tíu ... alveg makalaust, ég er ALLTAF fyrst út, þetta hefur alltaf verið svona, skiptir engu hvort ég fæ núll eða tíu á prófi, alltaf fyrst... quick thinker eða eitthvað ... sumfin or nuffin ... allavega þá brunaði ég niður í bæ eftir prófið, fór í spron og tiger (þar sem einn fallinn félagi kom inn og var alveg blekölvaður og að auki alveg rasandi hissa að klukkan væri hálfellefu AÐ MORGNI ... hann hlyti að vera á New York tíma eða eitthvað...góð áminning) og brunaði svo í IKEA, búðina í Garðabænum þar sem er ekki hægt að keyra með kerruna nema tvo metra út úr búðinni og þaðan verður maður að ganga með vörurnar, þó að það séu tveir kerrustarfsmenn á vakt, og þó að maður sé með fulla kerru af vörum og með pínulítið barn á handleggnum (ég var ekki með barn, heldur bara vörur en það var önnur kona að koma út á sama tíma og ég) og mér finnst þetta GLÖTUÐ þjónusta ... allavega fór svo heim og setti í vél, tók á móti Jóhönnu Body í kaffi og slúður, vaskaði upp, setti í vél, þreif baðið og stofuna, setti í vél, setti upp jólaskraut, setti í vél ... you get the pic, það þurfti sko að þvo ... svo fór ég og sótti ástmann minn í vinnuna og eldaði vont kjöt handa þeim og nú er drengurinn syngjandi í sturtunni, gamli í PS2 og ég að blogga ... nú ætla ég að hvíla mig, er alveg gjörsamlega búin á því og massa spennufall í gangi eftir fyrstu (og vonandi ekki síðustu) prófatörn mína í Háskóla Íslands hallelúja og ætla ekki að gleyma að minnast á að ég elska lífið mitt og er svo þakklát fyrir allt, fortíðina mína, nútíðina og framtíðina ... góðar stundir
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finnst þér ekki merkilegur "$%%/&"$% að það sé hægt að vera bara glaður og ánægður með lífið og tilveruna í lengri tíma en 20 mín, óvímaður eða kolvetnismarineraður. Gott að sjá hvað þú ert glöð gæskan. Kiss, kiss.
Helga Dóra, 17.12.2007 kl. 23:57
Frábært, þú ert snilli! Nú er bara 1 dagur eftir hjá mér, úffff :)
Silla (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.