æ ó aumingja ég

ég á sjaldan eins bágt og þegar ég er lasin, sem er einmitt núna *hóst* *snít*

en ég á ekki meira bágt en það að ég svaf til 10:18, borðaði skyr&abmjólk með steiktu epli og er skriðin aftur upp í ból með tvær sængur og tölvu ... ég bið ekki um meira

einkasonur minn situr við hina tölvuna með heddfóna, svona litla inn í eyrunum, hann heldur því fram að þeir detti alltaf úr svo að ég setti jólaeyrnaskjólin bara yfir ... allir sáttir

ég er í jólafríi og með flensu, en fékk samt samviskubit yfir því að sofa "út" eða þ.e.a.s. hugur minn fór að reyna að selja mér það að ég væri ómöguleg og ekki að standa mig, en ég bað hug minn lengstra orða að halda sér saman, það eru engin aðkallandi verkefni sem bíða mín og ég ætla að vera rúmliggjandi í dag, lesa, tölva og hafa það næs, ná þessu ógeði úr mér svo ég verði hress um jólin ... ég er búin að taka ákvörðun um að senda ekki jólakort í ár, mér finnst leiðinlegt að skrifa þau og ætla bara að hugsa fallega til allra sem mér þykir vænt um og vera þá kannski bara duglegri að hringja og heyra hljóðið í fólkinu mínu ... það eru margir að spyrja mig hvort ég sé ekki rosalega stressuð að fá út úr prófunum, hvað það sé glatað að hanga í óvissu yfir jólin hvort ég komist áfram eða ekki og allt það ... vitiði, að mér er bara slétt sama, ég skildi þetta eftir niðri í Eirbergi þegar ég gekk út úr síðasta prófinu og hef ekki áhyggjur af einu eða neinu, ef mér er ætlað að læra hjúkrun þá kemst ég áfram, annars ekki og ekkert sem ég geri, hugsa, geri ekki eða hugsa ekki yfir hátíðirnar mun breyta niðurstöðu prófanna ... þetta er búið og gert og ekki ástæða til að hanga í því ... ég er ekkert smá þakklát og hamingjusöm fyrir að hafa þó lært þetta á tæplega sex ára göngu í sporunum tólf, að skilja hismið frá kjarnanum og skipta mér af því sem mér kemur eitthvað við og láta annað í friði ...  skál í botn fyrir því !! Megið þið eiga góðan og kærleiksríkan dag ... unz síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband