áfengismisnotkun

vorum með matarboð í kvöld, systir hans gumma og konan hennar komu í mat, ég eldaði lambalæri með öllu tilheyrandi og rann það ljúft í noregsbúana ... þær komu með rauðvínsflösku og ég bauð þeim auðvitað að fá sér með matnum ... vildi ekki betur til en að ég þurfti að fara niður í geymslu og ná í rauðvínsglös, glösin sem ég fékk í jólagjöf jólin 2001 sko ... þau voru enn í kassanum Errm þau voru þrjú um flöskuna og það er nóg í henni enn ... enda sagði ég þeim að þetta væri kallað að misnota áfengi á mínu heimili ... druslast ekki einu sinni til að klára úr einni flösku ... þrjár fullorðnar manneskjur ... mikið hneyksluð ... en svona í alvöru talað, fannst mér þetta ekkert mál ... ég er algjörlega frjáls þegar kemur að áfengi ... og það er ekki neinu að  þakka nema aa-samtökunum og æðri mætti samkvæmt mínum skilningi á honum ... en allavega, matarboðið heppnaðist frábærlega og ég er alveg yfir mig hrifin af þeim turtildúfum höllu&halldísi ... en nú er ég sest uppí sófa í náttfötunum, mennirnir sem ég elska eru að leika sér í tölvunni, ég er með flakkara með tugum bíómynda og það eina sem mér dettur í hug að horfa á er Lethal Weapon eitt ... ég á bágt ... óska ykkur alls hins besta elskurnar ... lipstick all over you 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 94137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband