alveg magnað

ég var búin að skrifa heillanga færslu, svona skoðanafærslu, mína skoðun á hitamáli ... svo þegar ég las það yfir, fór allur vindur úr mér, nenni ekki að vera að básúna mína skoðun ... því að ég geri mér svo vel grein fyrir því að mín skoðun skiptir ekki máli ... hvað mér finnst skiptir bara engu "#$% máli fyrir gang lífsins, það eina sem skiptir máli er hvernig ég held á spilunum hjá mér sjálfri og í kringum mig, ég ber ábyrgð á að halda hreinu í mínu nánasta umhverfi ... vera til friðs, vera hæf móðir og kærasta, vera fyrirmynd, koma fram við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig ... ó hvað ég elska það þegar ég geri þessa uppgötvun ... og svo er tólf sporum fyrir að þakka, að ég geri hana oft, stundum oft á dag ... og annað sem ég sé alltaf betur og betur ... lífið mitt er 10% hvað gerist, 90% hvað ég ákveð að gera við það sem gerist

og dagáll ...

keyrði gkg í vinnuna - hann var ekkert búinn að sofa, ég hraut og sonurinn talaði upp úr svefni : þríhyrningur, kassi, þríhyrningur, go go go (of mikið í play station much ??) 

borðaði morgunmat - skyr, abmjólk og steikt epli (einsog ALLA morgna)

lagði mig - ætlaði að vakna ellefu, svaf til 11:40

fór á fund - ákvað í gær að fara á fund ALLTAF þegar ég kæmist,  var samt alveg .... tja ég fór nú í gær ...

fór í bónus&hagkaup holtagörðum - bónus til að versla, hagkaup til að skoða

borðaði hádegismat - soyapönnsu og salat (as usual)

tölvaði  - lagði mig - sótti gkg, hann fór heim til sín að sofa, enda alveg stjarfur af þreytu

borðaði kvöldmat og er núna að dúlla mér þangað til ég fer að sofa, voða sybbin eitthvað

góðar stundir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæl Elín. Var að skoða síðuna þína, ég er ekki sammála þér með færsluna hér fyrir ofan, það er ekki rétt hjá þér að þín skoðun skipti ekki máli, það hafa allir rétt á því að hafa skoðun, það er svo annað mál hvort aðrir eru á sömu skoðun,en það er aukaatriði. Aðalatriðið er af ef manni finnst að maður þurfi að tjá sig um eitthvað þá bara að gera það,og alls ekki með því hugarfari að maður hafi ekkert til málana að leggja, það sem þér finnst, skiptir máli fyrir þig.

Gangi þér vel í 12 sporunum þau eru frábær þegar maður er búinn að finna  taktinn. Kveðja 

Ari Guðmar Hallgrímsson, 2.1.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 94137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband