4.1.2008 | 13:21
föstudagur
var að lesa blöðin í morgun og þar er allt fullt af hvatningu til að fara nú að hrista af sér aukakílóin og koma sér í form ... gott og blessað, það er örugglega fullt af fólki sem hefur það sem þarf til að borða minna og hreyfa sig meira ... ég er ekki ein af þeim ... reynsla mín af því að vera í 12spora samtökum fyrir matarfíkla hefur líka sýnt að í febrúar kemur til okkar holskefla af fólki sem sprakk einu sinni enn á áramótaheitinu, búið að vera í aðhaldi og skoppi í 2-3 vikur en er enn varnarlaust gagnvart fyrsta hömlulausa bitanum, ógod hvað ég þekki þann stað vel ... ég er ein af þeim sem byrjaði í megrun á mánudegi ... hverjum einasta held ég frá því ég var 12-13 ára ... foreldrar mínir voru þá reyndar búnir að reyna ALLT til að fá mig til að hætta að borða hömlulaust ... og héldu því áfram, ég var ekki tilbúin að gefa baráttuna upp á bátinn fyrr en ég var rúmlega þrítug, þetta voru skelfilegir tímar, en í dag á ég dásamlegt líf, allt 12 sporum og æðri mætti að þakka ... en varðandi formið, þá ætlum við litla fjölskyldan að skella okkur í fría prufutíma í hnefaleikum í næstu viku ... já as in boxing ... verður örugglega ekki leiðinlegt ... drengurinn er æstur í þetta og ég er tilbúin að gera hvað sem er fyrir hann sem stuðlar að meiri hreyfingu og bættri líðan fyrir hann, hann er ég og ég er hann, ég veit svo nákvæmlega hvernig honum líður og geri mér líka svo nákvæmlega grein fyrir því að það er ekkert sem ég get gert nema að vera fyrirmynd og halda í taumana án þess að meiða hann ...
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 94137
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir kommentið mín megin. Hertu þvottapokaandlitin fengu mig til að hlæja upphátt. Takk fyrir það.
Ég er svolítill mánudagsmegrunar-fíkill held ég. Hef aldrei verið eitthvað spikfeit en alltaf svolítið óánægð með mig. Eftir að ég hætti að reykja finnst mér ég næstum hafa misst stjórn og hef í fyrsta skipti verið að láta mér detta í hug að kannski sé ég fíkill. Heldurðu að 12sporin gætu verið eitthvað fyrir mig? Hvar get ég leitað mér upplýsinga um þetta system?
Jóna Á. Gísladóttir, 4.1.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.