stungin í bakið?

Jú það er ekki laust við það að mér finnist það, þegar ég heyri í fréttum ... Júlíus Jónasson þjálfari íslenska handkastliðsins...hefði nú fundist allt í læ að láta mann vita...

Var á dásamlegri gsa afmælishátíð í dag, rosa gaman, rosa prógramm, rosa þreytt ... svo er aftur eldsnemma á löpp í fyrramálið, vinna vinna, en það er annað og merkilegra við daginn á morgun, þá á ÉG afmæli, SEX ÁRA edrúafmæli ... hvorki meira né minna. Ég hélt aldrei að ég myndi einu sinni endast árið...hugsa sér.... Þegar JJ minn varð sex ára, var ég búin að vera edrú í rúmt ár. Við héldum uppá afmælið og hann fékk m.a. kort sem innihélt barmmerki sem á stóð "6 ára", ég hugsaði með mér, best að geyma þetta EF ske kynni að ég yrði e-n tíma sex ára edrú ... og viti menn, á morgun ætla ég að fara með þetta merki í vinnuna, ég ætla að ganga með það allan daginn á morgun og nota það til að minna mig á hvaðan ég er að koma ... ég er alveg að detta í stuð til að hreinlega skrifa söguna mína hér og deila henni með ykkur, en ég ætla að láta það bíða, ég væri vís til að sitja langt fram á nótt þar til verkið væri fullkomnað ... en þið megið vita það kæru lesendur, að ég er gangandi kraftaverk ... ég ætla að setja inn tvær myndir og leyfa ykkur að sjá muninn á mér í dag og fyrir þremur árum ... seinna segi ég ykkur hvers vegna ég hef breyst svona mikið ... love ... esg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Þú varst nú alltaf samt svo sæææt

Helga Dóra, 26.1.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Sammála Helgu Dóru

en í dag ofurskutla hehe

Þú ert frábær takk fyrir emailið það vakti mikkla lukku hér á þessum bæ

knus

Sigurður Hólmar Karlsson, 26.1.2008 kl. 23:58

3 identicon

Til hamingdu með daginn í dag. Þú mátt vera svaka stolt af þér. Ég er sammála fyrri ræðumönnum með fyrra útlitið, en það seinna er sko ekki af lakari endanum :)

Silla (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 10:42

4 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

ELSKU ELLA SIGGA MÍN TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Í DAG 2 JANÚAR 2008

VAR ALDREI Í VAFA UM AÐ ÞÚ MUNDIR NÁ ÞESSUM ÁFANGA

ÞÚ ERT SVO DUGLEG

Sigurður Hólmar Karlsson, 27.1.2008 kl. 10:46

5 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Á AÐ VERA 27 JANÚAR AÐ SJÁLFSÖGÐU

Sigurður Hólmar Karlsson, 27.1.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband