1.2.2008 | 11:47
stundum skammast ég mín fyrir að vera íslendingur
og ég lýg engu um það ... t.d. núna þegar umræða er hávær um reykingabann á krám, finnst mér alveg merkilegt að við sem þjóð getum aldrei drullast bara til að fara eftir reglum...í Noregi voru reykingar á almenningsstöðum bannaðar fyrir uppundir tíu árum, þá bara hætti fólk að reykja þar, og ekkert mehe með það ... í mörgum ríkjum USA er algjörlega bannað að reykja á almannafæri og fólk fer bara eftir því ... en á íslandi...nei við erum svo ógeðslega frek og þrjósk og látum ekki segja okkur hvað við megum og hvað ekki ... þetta er alltaf þetta "mér finnst algjörlega ótækt að fólk leggi í fatlað stæði ... en ÉG verð rosa fljót, ætla bara rétt að stökkva inn" ... íslendingar bera enga virðingu fyrir reglum, hvorki skráðum né óskráðum, mér finnst þetta gjörsamlega óþolandi ... ég er oft alveg í spesveiki dauðans og finnst út í hött að reglur samfélagsins eigi að gilda um mig líka, en það er yfirleitt þegar ég er í gremju,hroka og hef ekki verið að sinna mínu andlega lífi ... þannig að ég er laaangt frá því að vera fullkomin enda stefni ég ekki að fullkomnun, heldur framförum ... haldið þið ekki að okkur myndi bara líða betur ef við færum eftir þeim reglum sem okkur eru settar ??
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og takk fyrir þarfan pistil. Ég er mjög sammála þér. Ég er búinn að grufla lengi yfir þessari hegðun Íslendinga undanfarin ár og hvernig þetta fer dagversnandi. Á öllum sviðum. Skiftir ekki máli hvar ber niður. Undarlegt. Ekki furða þó Íslendingar reki sig endalaust á reglur og lög annara landa þegar þeira flytja til útlanda. Hef margoft rekist á það.
En mér finnst oft á tíðum næstum ofstækisfull hegðun ekki reykingafólks gagnvart reykingafólki. Ég reykti sjálfur í 37 ár og hætti fyrir tæpum 5 árum. Ég er nátturulega ekki hrifinn áf reykingum á almenningsstöðum þvert á móti. En það hlýtur að finnast einhver lausn á þessu máli, ekki þekki ég hana, vonandi finnt hún fljótlega þannig að báðir aðilar megi vel við una.
En frekja og yfirgangur Íslendinga yfir höfuð er mikið áhyggjuefni. Slæmt mál. Með beztu kveðju.
bumba (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 11:56
Ég er að segja þér þetta.... hvað er málið Ítalir hættu að reykja á veitingastöðum árið 2005 ekkert mál, þér er bara fleygt út ef þú ert með múður. Á Ítalíu er líka bannað að reykja í flugstöðinni þú drepur í áður en þú ferð inn.
Norðmenn voru með svona reykklefa í nokkur ár, t.d. meðan ég bjó þar 96-99 svo fyrir 3-4 árum var tekið upp algert bann engir reykklefar leyfðir.
Af hverju finnst fólki í lagi að láta það yfir sig ganga að það sé reykt yfir það á kaffihúsi eða bar en sama fólk myndi tryllast ef það væri reykt á það í vinnunni eða í bíó.
Dísa Skvísa (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 13:51
Eru Íslendingar virkilega svona miklir aumingjar.
Dísa Skvísa (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 13:52
já við erum það !!
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 1.2.2008 kl. 14:03
Ég er bæði sammála og ósammála... í rauninni. Mér þykir reyndar voðalega þægilegt að alls staðar sé reyklaust því ég var svo heppin að hætta að reykja fyrir reykingabann. En þegar þeir sem setja reglurnar gera sjálfa sig undantekna þeim.. þá líst mér ekki á blikuna. Og er ég hér að vísa í reykherbergi alþingismanna.
Jóna Á. Gísladóttir, 3.2.2008 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.