baðaði sig bara og allt varð gott á ný

sko ... ég er í fráhaldi í dag vegna þess að ég vigta og mæli ... o.s.frv. ... vá hvað ég á æðislegt og einfalt líf í dag, ég hreinlega elska það ... ég var að vinna í dag og er ógeðslega þreytt ... ætlaði að leggja mig þegar ég kom heim rúmlega fjögur en það varð ekkert úr því og ég held að ég fari bara að lúlla um níuleytið ... vaknaði sjöfimmtán í morgun og áttanúllnúll í gærmorgun, ég lak útaf yfir 24 í gærkvöldi þó að það hafi verið óg.spennandi ... erum búin með fimmtán þætti af seríu tvö ... hef ég sagt frá því áður að ég ELSKA jack bauer?? ... nema hvað ... lausaleiksbarnið hringdi í mig í vinnuna í dag og var algjörlega miður sín ... kattarkvikindið hafði gert sér lítið fyrir og sprænt á hann og ekki nóg með það heldur fékk ræfillinn bununa framan í sig ... gvöð hvað hann var sár þessi elska ... en hann baðaði sig bara og allt varð gott á ný ... af öðru ... við gömlu hjúin fórum í ikea í gær ... rosalega rómantískt ... versluðum slatta og það var gaman ... ég var sko búin að hlakka til í tvær vikur ... svona þarf lítið til að gleðja mig ... ástmaður minn er heima hjá sér að þvo og horfa á fótbolta ... ég get ekki ákveðið mig hvort ég á frekar að fara í fýlu yfir að hann skuli ekki vera hér til að kela við mig eða að ég geti ekki fengið að horfa á j.bauer í tölvunni hans ... þetta eru nú helstu áhyggjurnar sem ég hef þessa dagana ... sannkölluð lúxusvandamál ... og ég er búin að taka ákvörðun ... ætla bara í enga fýlu ... það er best ... já úúúú svo er ég líka búin að ákveða annað ... byrja í ræktinni á þriðjudaginn, hef fengið nóg af sleni og hangsi ... og svo ætla ég að skrifa um eitt hér sem má aldrei minnast á við mig og harðbannað að nudda mér upp úr því ... maðurinn minn er búinn að stríða mér ógeðslega mikið og hann ætlar ALDREI að hætta því og látum það duga ... þið munið eftir dularfulla strætókortshvarfinu ... ég sneri öllu við hérna heima en nennti ekki að drusla mínum lata (litla) rassi yfir til ömmu&afa til að leita í bílnum sem ég er oft með í láni ... þannig að ég sendi drenginn ... og afi hans fór út í bíl að leita ... ekkert fannst og allir sáttir ... ég fór til strætó og fékk kortið endurnýjað ... fyrir tíuþúsundkrónursléttar ... í gær þurftum við svo að fá bílinn lánaðan þar sem boran var rafmagnslaus ... af því að lausaleiksbarnið var að fikta og skildi eftir ljós ... og við kíktum í hólfið milli sætanna ... viti menn ... þar var #$@*#$ strætókortið ... ég fór alveg í gírinn og fór að leita sökudólga (sem ég hefði getað sleppt þar sem ég er greinilega ekki mjög fundvís) en mér var bent pent á það að ástæðan fyrir því að það fannst ekki í bílnum var sú að ég nennti ekki sjálf að leita að því ... sem er rétt, ég gengst við því, ég er sek, guilty as charged ... og mun súpa seyðið af þessu máli það sem eftir er ... nú er alveg sama hvað ég segi við elskuna mína ... hva!! þú tekur bara strætó ... arrrrggghghghhhh aumingja ég ... pulsa með öllu í pottinum fyrir þann sem nær að lesa alla þessa færslu ... góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafrún Kr.

panta eina gsa væna pulsu með öllu sem er í boði hehe.

snilldar saga með strætókortið systir mín er mjög svipuð hún týnir alltaf bíllyklinum einu sinni undir geisladisk og einu sinni í skránni á bílnum sínum (henni til afsökunar það var farþegamegin) hehe Og skyldi hann þar eftir yfir helgi og svo kom ég stóra systir og fann lykilinn.  

Hafrún Kr., 3.2.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þú skuldar mér pulsu.. eða jafnvel pylsu

Jóna Á. Gísladóttir, 3.2.2008 kl. 23:16

3 identicon

Þú ert snilli pilli!!!

Mín pylsa á að vera með túmmat, sinnep og steiktum, mikið af sinnepi!!!

Silla (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband