6.2.2008 | 15:35
öskudags-drama
sonur minn kom heim í gær og tilkynnti mér að hann færi með bekkjarfélaga sínum að sníkja nammi í dag, mamma vinar ætlaði að koma og sækja hann kl 12 ... mér fannst það nú af fenginni reynslu frekar seint, en gerði ekki athugasemdir ... nema hvað í morgun fórum við gömlu hjónin bara af stað að sinna okkar verkum og drengurinn varð eftir heima, við vorum búin að kaupa búning og rosa spenningur í mínum, hann var alveg á útopnu hér í gærkvöldi og búinn að spenna sig upp kl hálfátta í morgun ... svo leið á morguninn og hann hringdi í vininn um tíuleytið og þá var allt í einu allt dottið uppfyrir ... einkasonur hringdi þá í mig alveg gjörsamlega miður sín, grét og grét og var bara ekki mönnum sinnandi ... ég hringdi í alla sem ég þekki sem mér datt í hug að gætu verið að fara með börnin sín, en allir löngu farnir af stað eða svöruðu ekki ... svo hringdi ég í mömmu vinarins og þá var þetta allt einn misskilningur, þau höfðu farið af stað kl 8 og hún ekki heyrt minnst orði á það heima hjá sér að til stæði að JJ kæmi með þeim ... þetta endaði þannig að ég skippaði bæði lærdóm og ræktinni og rauk heim, fór í mjóddina og keypti fullt af nammi og nú situr elskulegur og maular það inni hjá sér ... hann fær þó altént sitt sykursjokk, og ég benti honum á að þetta væri súperfínt, hann slyppi m.a.s. við að fara og gera sig að fífli í einhverjum búðum !! búningurinn verður alveg í gildi á næsta ári ... eru ekki annars zombies alltaf inni ??
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.