öskudags-drama

sonur minn kom heim í gær og tilkynnti mér að hann færi með bekkjarfélaga sínum að sníkja nammi í dag, mamma vinar ætlaði að koma og sækja hann kl 12 ... mér fannst það nú af fenginni reynslu frekar seint, en gerði ekki athugasemdir ... nema hvað í morgun fórum við gömlu hjónin bara af stað að sinna okkar verkum og drengurinn varð eftir heima, við vorum búin að kaupa búning og rosa spenningur í mínum, hann var alveg á útopnu hér í gærkvöldi og búinn að spenna sig upp kl hálfátta í morgun ... svo leið á morguninn og hann hringdi í vininn um tíuleytið og þá var allt í einu allt dottið uppfyrir ... einkasonur hringdi þá í mig alveg gjörsamlega miður sín, grét og grét og var bara ekki mönnum sinnandi ... ég hringdi í alla sem ég þekki sem mér datt í hug að gætu verið að fara með börnin sín, en allir löngu farnir af stað eða svöruðu ekki ... svo hringdi ég í mömmu vinarins og þá var þetta allt einn misskilningur, þau höfðu farið af stað kl 8 og hún ekki heyrt minnst orði á það heima hjá sér að til stæði að JJ kæmi með þeim ... þetta endaði þannig að ég skippaði bæði lærdóm og ræktinni og rauk heim, fór í mjóddina og keypti fullt af nammi og nú situr elskulegur og maular það inni hjá sér ... hann fær þó altént sitt sykursjokk, og ég benti honum á að þetta væri súperfínt, hann slyppi m.a.s. við að fara og gera sig að fífli í einhverjum búðum !! búningurinn verður alveg í gildi á næsta ári ... eru ekki annars zombies alltaf inni ??

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband