20.2.2008 | 23:28
í dag er ég þakklát ...
fyrir svo margt ...
til dæmis
- að geta setið uppi í rúmi þegar rok og rigning er úti ... setið undir sæng með tölvuna í fanginu og pikka inn ritgerð, leggja kapal og blogga ...
- að sonur minn er sofnaður og sefur værum svefni þar til í fyrramálið ...
- að vita að þegar ég vakna fæ ég dásamlegan morgunmat ...
- að vita að í árbænum liggur herramaður og horfir á fótbolta, hann saknar mín samt ...
- að hafa fengið sjö símtöl í dag þar sem verið var að bjóða mér í atvinnuviðtöl fyrir sumarvinnu í faginu sem ég ætla að leggja fyrir mig í framtíðinni ...
- að vera með fullt af sponsíum sem hringja í mig til að tilkynna matinn sinn og eru með milljón spurningar sem ég get oftast svarað af því að ég er búin að vera í fráhaldi í 931 dag ...
- að vera búin að vera í fráhaldi í 931 dag ...
- að eiga í dag líf sem mig óraði ekki fyrir að ég myndi nokkurn tíma eiga ...
- að vita að í krananum er nóg heitt vatn til að ég geti baðað mig í fyrramálið ...
- að vita að í fyrramálið mætir út í fellaskóla kona sem hefur gert það að ævistarfi sínu að sjá til þess að einkasonur minn læri eitthvað nýtt á hverjum degi ...
- að kærastinn minn hringdi í mig og vakti mig af eftirmiðdagsblundinum mínum akkúrat þegar mig var að dreyma illa ...
- að vita að þarna úti er algóður guð, samkvæmt skilningi mínum á honum, sem er með skráða lífsbókina mína fyrir framan sig og stýrir mér samkvæmt því handriti ... ef ég leyfi honum ...
- að vita að þeir sem lesa þetta þekkja mig það vel að þeim heldur áfram að þykja vænt um mig þó að ég sé über væmin svona rétt fyrir svefninn ...
- að vera frjáls fyrir því hvað fólki finnst um mig ...
- að hafa næga hugarró til þess að geta setið í nokkrar mínútur kyrrlát og hljóð og einbeitt mér að því að skrifa niður fullt af atriðum sem ég get verið þakklát fyrir ...
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Korní kemur í staðin fyrir horní. Þýðir ekkert að standa í því að vera horní þegar ástkallinn er í Árbænum svo að það er bara að vera korní. Það er gott stundum líka. Þótt að við séum alvörru nalgar
Til lukku með atvinnutilboðaflóðið.
Helga Dóra, 21.2.2008 kl. 01:42
Vá hvað þú átt gott að vera svona meðvituð um allt.
Ég ætti kannski að fara að útbúa mér svona lista og láta kallinn gera það líka. Svona aðeins að átta sig á því hvað maður gefur skít í það hvað maður hefur það gott!!!
Silla (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.