Ég er ekki að fara að tjá mig um ...

... auglýsinguna hér til hliðar, truflar mig ekki neitt ... hvort ætlaður rasisti sé kjáni að hafa farið í mál, mér finnst hann lummó, þó að ég þekki hann ekki neitt og hann hafi aldrei gert mér neitt, sumt fólk finnst mér bara kjánalegt og hef eins og oft áður ekkert á bak við þá skoðun mína en mína eigin fordóma (for-dómur = að dæma fyrirfram) ... að það sé ekki búandi á íslandi því að allt kostar svo mikið og endalaust sé verið að níðast á okkur aumingjunum, ég les stundum færslur þar sem fólk er að kvarta yfir því að klipping og litun hafi hækkað ... úr 16 í 22 þúsund smackers ... bíddu fyrirgefðu hver hefur efni á að láta klína lit í hausinn á sér fyrir þessa peninga verandi á venjulegu kaupi ... ekki ég, ég kaupi mér lit á 1800 kr þegar rótin er orðin ca 1,5 cm, fór einu sinni í klippingu á síðasta ári (reyndar 2x, fékk þá fyrri í afmælisgjöf) og ég læt þetta bara duga ... ég reyki ekki, ég drekk ekki, ég borða ekki sælgæti, en samt er rétt svo að mánaðarlegar greiðslur mínar dugi fyrir nauðsynjum. Ég nota ekki dýr sjampó, ég versla alltaf í bónus (kaupi steik í nóatúni ca 1x í mánuði) ... en ég er ekkert að væla, ef ég læt plata mig úti í búð er það sjálfri mér að kenna. Ég var að lesa okursíðuna hjá dr.gunna og mér finnst hún snilld, en málið er bara að á meðan við sem heild erum ekki að láta í okkur heyra þá gerist ekki neitt ... Halla mágkona sagði okkur frá snilld í Noregi, þar er sjónvarpsþáttur sem er svona neytendavakt, held m.a.s. að hún hafi sagt að það væru tveir frekar en einn, en þar eru þáttastjórnendur að gera það sama og neytendasamtökin hérna heima, nema að hér fær neytendavaktin frímerkisstóran bút í fréttablaðinu til að bera saman vöruverð ... sem er efni í margra blaðsíðna færslu ... hvernig stendur á því að fólki dettur t.d. í hug að kaupa í matinn í 10-11 þar sem verð er frá 60% og uppúr hærra en í bónus t.d.  Ef einhver er geim í að hætta þessu rugli og gera eitthvað í málunum, vertu í bandi ... í stórborgum erlendis t.d. hættir fólk bara að kaupa bensín ef verðið er hækkað fram úr hófi ... og pressan sem myndast á seljandann skilar sér ... verðið er lækkað ... við blótum bara háu verði, á meðan við keyrum framhjá bensínstöðinni á jeppanum, alein í bílnum á leiðinni út í búð sem tæki okkur tvær mínútur að labba .... dísös kræst ég er í kasti, veit ekki afhverju ég fór endilega að pæla í þessu, finnst þetta bara svo kjánalegt að sitja úti í horni og kvarta og gera ekkert til að bera hönd yfir höfuð sér ... ekki að segja að ég sé eitthvað skárri, þó að ég sé búin að taka til á mörgum sviðum ... lærði það the hard way að maður getur ekki veitt sér hvað sem er ... farin að gera eitthvað af viti ... hasta luego


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Það er ekkert annað. Mér finnst líka ótrúlegt hvað "við" íslendingar erum ótrúlega dugleg að röfla eins og þú segir frá og gerum ekkert í málunum. Ótrúlegt. 

Helga Dóra, 28.2.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

játs maður ... hringdu bara  ...  er reyndar að vinna til tvö (verknám á lansanum) og fer á akranes á föstudaginn ... annars góð 

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 28.2.2008 kl. 22:50

3 identicon

datt inn hæ þú

Þuríður Þorbjörg Káradóttir (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband