17.3.2008 | 12:45
billibillibíbb ammæli
ég á semsagt afmæli í dag, er orðinn þrjátíu og fjögurra ára ... sem ég er mjög þakklát fyrir því að ég þekki slatta af fólki sem hefur ekki einu sinni lifað til að verða þrjátíu og fjögra ... ég er ofsalega lukkuleg að hafa þegið náðina og fengið að lifa einn dag í einu í bata ... bata sem ég ber sjálf ábyrgð á að viðhalda og næra ... ég man eftir flestum afmælisdögunum mínum, oft leyfði ég mér að liggja í ömurlegri sjálfsvorkunn að bíða eftir því að einhver hringdi í mig til að óska mér til hamingju og skildi ekkert í því afhverju allur heimurinn var ekki settur á hóld í tilefni dagsins ... 21 árs fór ég til útlanda á afmælisdaginn minn og það var mesta subbuferð sem ég hef farið í ... 23 ára fór ég út að borða, komin átta mánuði á leið og borðaði svo mikið að ég vakti alla nóttina, enda ekki pláss fyrir þríréttað í mallakút sem var undir þrýstingi frá risastórum krakka ... 22 ára hélt ég afmælis/innflutningspartí og fékk m.a. potta&pönnur sem ég er enn að nota ... á tvítugsafmælinu mínu sparkaði mér strákur sem ég var óg.skotin í ... 28 ára var ég í meðferð á Vík á Kjalarnesi ... í fyrra hélt ég stelpupartí og svo fórum við út að dansa salsa ... 19 ára var ég í ameríku ... 4 ára var ég á kanarí og var berrössuð með hatt í afmælisveislunni ... þrítug hélt ég fimmtíu manna veislu og fékk hjól frá bræðrum mínum ... þegar ég fæddist var óskaplega gott veður og amma Ásta þreyttist aldrei á að segja mér frá því hvað það var fallegur dagur ... þannig að í það heila hef ég átt frábæra afmælisdaga, spurning um hvað gerist ef við skellum þeim saman í einn ... komin átta mánuði á leið berrössuð með hatt í subbuferð í meðferð í ameríku með fimmtíu manna innflutningspartí ... úff þetta hefði orðið of mikið álag, eins gott að maður fær að eiga afmælisdag einu sinni á ári ... jæja ætla að fara að elda mér egg og beikon í hádegismat í tilefni dagsins ... talandi um eldamennsku, ég er búin að vera eitthvað svo hissa afhverju það loftar svona hjá mér, þar sem ég borði nú engar baunir ... borða reyndar soyahveiti á hverjum degi ... uuu úr hverju ætli það sé búið til ... soya BAUNUM kannski ?? Ljóska og stolt af því ... til lukku með mig elskurnar
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður verður bara að kommenta á réttu færsluna. Til hamingju með sjálfa þig!
Edda (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 12:56
Innilega til hamingju með afmælið. Njóttu dagsins knús
Hafrún Kr., 17.3.2008 kl. 18:23
Til lukku með daginn skvís!
Kristín (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 18:31
Til hamingju með daginn elsku Ella Sigga. Vonandi hefur hann verið yndislegur. Njóttu lífsins einn dag í einu.
Knús, María
María (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 22:16
Til lukku með daginn
Helga Dóra, 17.3.2008 kl. 23:15
Elsku besta dúllan til Hamingju með daginn og bara a lífið knús knús knús
Sigurður Hólmar Karlsson, 18.3.2008 kl. 15:48
Til hamingju með gærdaginn sæta mín
Nína (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 18:14
Til lukku með daginn í gær.
Begga (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 18:34
Til hamingju með daginn,
kv. Ásta Sigmars
Örn, Valur og börnin
Ásta Sigmars, Örn, Valur og börnin (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 21:40
Þú átt sama afmælisdag og systir mín... góðar báðar tvær og sérstæðar persónur. Það hefur verið gaman að kynnast þér.
ólöf de Bont (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 09:19
Til hamingju með daginn Ella Sigga mín, er að fara til Dublin á morgun með famelíunni, hafðu það gott um páskana
Kveðja Hrafnhildur
Drottningar og drekaflugur (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.