23.3.2008 | 10:49
páfaskegg
gleðifréttirnar eru þær að sonur minn fær að borða páskaeggið sitt í friði ... engin akfeit móðir sem situr yfir honum ... ætlarðu nokkuð að borða þennan mola? ... langar þig nokkuð í meira? ... má ég fá smá? ... ég er alsæl í mínu fráhaldi og frjáls eins og fuglinn yfir þessu brúna ógeði sem allir eru að kaupa dýrum dómum ... eina páskana tók ég páskaeggið hans ... plokkaði heftin úr, tók merkið af, rúllaði upp pokanum, lyfti egginu upp úr ... opnaði tappann á bakhliðinni, sturtaði sælgætinu úr ... borðaði allt sem var í lausu, tróð restinni inn í aftur, tappann í ... oní pokann ... rúlla til baka ... merkið á ... heftin aftur í sömu göt ... can't prove a thing ... vá hvað ég var veik !! en í dag er ég frísk, bara mesta furða hvað ég er ... miðað við allt og allt ... ekki meira í bili
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá þekki ég þetta ógeð að vera að stela úr eggjum barnanna og að kaupa extra stórt egg fyrir þau svo að það verði meira fyrir mig. Gleðilega páska vinkona, Ég get verið vitni ef einhver heldur öðru fram en að þú hafir breyst fullt.
Helga Dóra, 23.3.2008 kl. 10:55
GLEÐILEGA PÁSKA
Hí, hí, hí þú ert bara dúlla. Ég kannast svo við þetta, en karlinn hefði séð það ef ég hefði tekið úr eggjunum fyrirfram, ég hafði þau bara inni í eldhúsi og var mjög upptekin inni í eldhúsi alla páskadagana.
Eigðu yndislega páska.
María (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 14:31
Ég var aldrei svona því ég hefði aldrei haft sjálfstjórnina í að skilja einhvað eftir ég einfaldlega kláraði alltaf eggið og endaði alltaf á að þurfa að kaupa nokkur egg.
En við höfum hlotið blessun við verðum ekki í sykurvímu í dag :)
Hafrún Kr., 23.3.2008 kl. 17:05
Gleðilega páska til ykkar - Ha, ha, ha þú segir skemmtilega frá.
Heyrumst. Eldra settið á Strikinu
Þuríður Þorbjörg Káradóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.