þrisvar sjö eru tuttugu og einn

og það hefur ekkert breyst síðan ég lærði margföldunartöbbluna organdi grenjandi og gargandi hér um árið, ég gleymi því aldrei meðan ég lifi, ég og pabbi á ganginum í Espigerði 2 3b og hann orðinn sótrauður að reyna að berja þennan andskota inn í hausinn á mér án ofbeldis ... nú er sama uppi á teningnum á þessu heimili, drengurinn kominn með útbrot af æsingi að reyna að reikna margföldunardæmi sem hann flýgur í gegnum en gólar svo og gargar af æsingi á milli dæma yfir því hvað þau eru erfið ... ég er alveg að halda í mér að vera jákvæð og styðjandi ... ef ég eignast fleiri börn fara þau ekki í skóla ... bara beint að vinna ... tja ... eða læra áttasinnumtöfluna um leið og þau læra að tala ... átta sinnum fjórir eru svitasprei

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Þetta er svona haha fyndið, alveg að springa og svo springa út hlátri. Aumingjas barnið að vera að læra þetta.

Helga Dóra, 25.3.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Marilyn

Mér fannst 6 7 og 8 sinnum töflurnar erfiðastar afþví að þá var maður kominn í aðeins stærri tölur en hafði ekkert til að miða við, svona auðveldunarreglur eins og í 5 sinnum töflunni þar sem allt endar á 5 eða 0 og í níu sinnum töflunni þar sem margfeldið af hverri tölu er sama og í 10 sinnum töflunni mínus talan sjálf. Ok vá - er ÉG nú farin að ræða margföldun á netinu - fokið í flest skjól held ég!

Marilyn, 25.3.2008 kl. 15:32

3 Smámynd: Hafrún Kr.

Ég er enn þann dag í dag í strögli með margföldun hehe.

En ég er ein af þeim sem kann ekki stafrófið ennþá.

Já ég viðurkenni það hér með ég var ein af þeim sem nennti ekki að læra í grunnskóla. 

Hafrún Kr., 25.3.2008 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband