30.3.2008 | 17:38
stenmark's kidney shaped pool
... það verður ekki lengi gert að tíunda afrek mín á skíðasviðinu ... 1978 fóru Palli og Pabbi með mig á skíði, ég fór tvær ferðir, þá fyrri stóð ég í klofinu á Palla með skíðastafina fyrir framan okkur ... þá seinni fór hann með mig á háhest ... 1990 fór ég í skíðaferðalag í Skálafell, þetta var helgina sem Alexander Tobbuson fæddist, það voru gerðar ítrekaðar tilraunir til að kenna mér að fara í plóg (á milli þess sem við sátum úti i skafli og reyktum) en skíðakennari svæðisins gafst upp á mér ... 30.mars 2008 fór ég með heitmanni mínum og einkasyni í Bláfjöll, þar skíðaði ég eins og drottning ... fór margar margar ferðir í byrjendalyftunni og leið niður brekkurnar eins og ég hefði aldrei gert annað ... fór eina ferð í stólalyftuna sem gekk ekki eins vel ... sá strax að þetta var glapræði, alltof bratt fyrir mig ... datt, stóð upp, ætlaði að taka plóginn á þetta ... en það var ekki alveg að gera sig svo ég brunaði bara niður brekkuna ... djöfull var ég hrædd, þorði ekki að láta mig detta, svo ég settist bara á bossann og fór á bakinu heila helvítis hellings langa leið (sem var víst ekki sniðugt, það er víst frekar hættulegt) og þegar ég stoppaði loksins tók ég af mér skíðin og labbaði rest ... lausaleiksbarnið var þá búið að skíða í fanginu á heitmanninum en fannst nóg um ... þannig að hann losaði sig líka og labbaði niður móður sinni til samlætis ... ákváðum á leiðinni niður að drífa okkur strax aftur í byrjendabrekkuna og bera höfuðið hátt ... vorum svo bara þar það sem eftir lifði skíðaferðar ... þetta var ógeðslega gaman, ég er ógeðslega þreytt, ég á pottþétt ekki eftir að geta gengið á morgun og ég er svo að fara aftur ... góðar stundir (ef ég blogga ekki næstu daga, verður það af því að ég verð með strengi í fingrunum, úlnliðunum, framhandleggjum, upphandleggjum ... you get the picture)
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjitt mig langar svooooooo á skíði.... Þorri alltaf að mana mig að koma með sér...
Helga Dóra, 30.3.2008 kl. 20:21
Geggjað, ég hef ekki þorað á skíði síðan sautjánhundruð og súrkál, er svo viss um að ég brotni eða eitthvað. Njóttu þess að vera með strengina :D
María, 30.3.2008 kl. 22:44
Var hrikalega stolt af ykkur - kem með næst ef ég má
Kkv.Sú eldri á Strikinu
Þuríður Þorbjörg Káradóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 23:39
Bobba auðvitað kemur þú með, drögum kannski unglinginn á Strikinu með líka !! Förum sem fyrst bara
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 31.3.2008 kl. 09:44
Skíðaferðin í Skálafell!
Ella Sigga .. við tókum ekki einu sinni skíðin með!... en fengum að fljóta með Óla og Kára upp með lyftunni og renndum okkur niður á pokum eða á millet-úlpunni :)
Þetta var nú meiri ferðin!
Nína (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 09:59
jiiiiii drottningin
til lukku , ég átti líka ferlega góðan dag á laugardaginn það var sko hjólað frá morgni til kvölds , og engar harðsperrur
enda er ég ekki jafn íþróttalega sinnuð eins og þú og JJ
kossssssogknús Þiþþþþþa
Gríman, 31.3.2008 kl. 09:59
Gleðilega strengi! Ég hef ekki farið á skíði síðan ég var 9 ára og það voru þá gönguskíði sem ég notaði samt til að renna mér niður smá hól í hverfinu og fannst ég svakaleg skíðahetja (tók svona 1 sek að renna þetta). En núna þori ég ekki svona ævintýramennsku
en ég dáist að fólki sem þorir!
Sykurmolinn, 31.3.2008 kl. 10:24
hehe höfundarmyndin af þér gæti svo vel verið tekin við þetta tækifæri
Jóna Á. Gísladóttir, 31.3.2008 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.