kanilsnúðar

... ég var í lífeðlisfræði í morgun, vorum að fræðast um heyrn og jafnvægi, sem stjórnast auðvitað allt þarna inni í eyranu í öllum þeim líffærum sem eru þar osfrv, nema hvað að eitt þeirra heitir kuðungur og allt í læ með það og ég vissi það alveg og hann lítur út eins og kuðungur nema kennarinn sagði ... kuðungurinn er þarna eins og lítill kanilsnúður ... og það var eins og við manninn mælt, hausinn á mér fór í gang og ég fékk þráhyggju dauðans ... VERÐ AÐ FÁ KANILSNÚÐ ... nema hvað, ég er í fráhaldi í dag og þess vegna eru mér allir vegir færir svo að ég bara bjó mér til kanilsnúða í eftirmat í kvöldmatinn með skyrinu og mjólkinni ... á morgun ætla ég að fá mér kanilsnúða og mjólkurglas í hádeginu ... og ef einhvern langar að vita þá gerði ég svona í kvöld ... 40g soya, 10g hveitikím, matarsódi, bleytt með kaffi og karmellu davinci ... flatt út á bökunarpappír (setti olíu undir smá) hrúgaði kanil og canderel yfir þetta, rúllaði svo upp og skar í sneiðar, bakaði við 200°c þangað til ég nennti ekki að bíða lengur og ... BESTU KANILSNÚÐAR Í HEIMI ... húrra fyrir mér !!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sykurmolinn

Dí, nú langar mig í kanilsnúða.  En spyr sú sem lítið veit: Er þessi girnilega uppskrift í lagi fyrir þá sem eru ekki komnir með 90 daga fráhald?

Sykurmolinn, 4.4.2008 kl. 21:37

2 identicon

Snillingur!!!!

Gúa (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Helga Dóra

Dís marr. Langar í sona...... Er verður að vera kaffi???? Finnst kaffi ógeðslegt.......

Helga Dóra, 5.4.2008 kl. 00:01

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Guðrún ... tvöööö hundruð grömmmmmmm ??? fáðu leyfi hjá sponsor

Helga Dóra ... við erum að tala um kannski eina teskeið af kaffi og hún þarf ekki að vera ... gikkurinn þinn :)

Gúa ... ég veit :D 

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 5.4.2008 kl. 10:33

5 Smámynd: Sykurmolinn

Já Guðrún ... tvööö hundruð grömmmmmm ...  Gott auðkenni ....  En alla vega, ég get stundum hugsað skýrt og var búin að spyrja sponsor   Þetta lítur ansi girnilega út hjá þér.  Ég skil ekkert í ykkur "gömlunum" að halda ekki eitt stk. matreiðslunámskeið fyrir svona gikki eins og mig.

Sykurmolinn, 5.4.2008 kl. 14:51

6 Smámynd: Sykurmolinn

Já... spurði sem sagt sponsor EFTIR að ég sendi inn fyrsta kommentið.... Græðgin var bara svo mikil þarna í gærkvöldi að ég hafði náttúrulega enga hugsun á því fyrst  he he.

Nei nei, ég á ekki við neitt vandamál að stríða

Sykurmolinn, 5.4.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband