vigtunardagur

... og ég búin að vera með massa feituna í marga marga daga, enda búin að hlussa á mig heilum fimm kílóum í vetur ... geri aðrir betur ... ég semsagt vigta mig alltaf 5.hvers mánaðar og gemsinn bípar á mig þann dag klukkan sjö ... ég snúsaði nú á það í morgun, svo hringdi Tangadrottningin og ég spjallaði lengi við hana og fór svo tindilfætt og úfin að fá mér morgunmat ... náði auðvitað fyrst í blaðið og þvottinn og svona ... borðaði minn dásemdar morgunmat ; skyr og abmjólk með neskaffi útá, jonagold epli skorið í bita, steikt á pönnu með olíu og sesamfræjum, kanil&kanderel yfir, látið brasa í smá stund og svo hellt hressilegum slurk af séníver pepsi max yfir og látið malla í örfáar mín ... þessu gumsi svo hellt út á ab&skyr ... fór svo upp í að knúsa karlinn og þá rann allt í einu upp fyrir mér ljós (Niles, is there a lightbulb shining over my head ? - klassískur úr Frasier) og ekki fleira um það að segja en að ÉG GLEYMDI AÐ VIGTA MIG ... hringdi í ofboði í sponsor og hún sagði bara "það er naumast hvað þú ert að drepast úr vigtarþráhyggju ... NOT!" og svo sagði hún mér að hún er búin að fara 2x upp á fæðingardeild því að Elín litla bankar og bankar og vill komast í heiminn ... þannig að ég missti af vigtun ... skrifaði bara 0 kg í bókina (vona að ég ruglist ekki þegar ég les hana og haldi að ég sé núll kíló ) og bíð róleg til 5.maí ... unz þá ... góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Mér tókst einu sinni að þyngjast um 12 kg á 6 vikum. Var reyndar nýfallin eftir 13 mánaða fráhald og sat í meðferð á Teigum með tilherandi matar og kaffitímum eins og eru í svona meðferðum.

Ég veit ekki hvort ég myndoi gleyma að vikta mig. Kannski er verið að kenna þér að vera ekki að velta einhverri tölu á viktinni fyrir þér..... Hver veit.....

Lofjú 

Helga Dóra, 6.4.2008 kl. 00:54

2 Smámynd: Hafrún Kr.

Er það ekki bara merki um að maður sé orðin of rólegur þegar maður gleymir vigtunardegi hehe.

Ég einmitt bíð eftir 10 apríl og ég tel sko niður.  

Hafrún Kr., 6.4.2008 kl. 01:06

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

don't knock it 'til you try it baby ... svo má líka alveg setja vatn, bara smá vökva til að gera þetta djúúúsíííí ástar og saknaðar á dósina

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 6.4.2008 kl. 12:24

4 identicon

Neskaffi og AB, virkar vel.  Hvad? Heil fimm? Noh.... ofriskkkk? - haltu svona afram stelpa, betra en ad vixlfitna eins og eg geri  - en eg hef haft godan tima og mun gera thad sama og eg gerdi arid 2004 er eg kom ur Kanarieyjarfrii, frahald 3x

lettfimmtug (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 14:31

5 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

hmmmmm ég er auðvita með vigtarþráhyggju dauðans.................svo ég verð að spyrja þig afhverju þú þyngist um 5 kíló ef þú ert í fráhaldi ................ertu kanski ekki búin að vera í fráhaldi allan tímann? eller hur?

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 7.4.2008 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband