22.4.2008 | 15:22
andleg vakning ...
fór á fund í hádeginu ... kom snemma ... fullt herbergi af nýliðum ... ég gleymdi að skilja dómaraskikkjuna eftir í bílnum, svo að ég fór að mynda mér skoðanir ... svo kom vinur minn og settist hjá mér og ég hrokaðist eitthvað ... "ertu hrædd við nýliða?" spurði hann ... njé eitthvað hóst og stuna sagði ég ... vakti mig til umhugsunar ... ég er fyrst og fremst þakklát ... til dæmis fyrir að vera ekki nýliði ... fyrir að vera minnt á það hvernig það er að vera nýliði ... ég er ógeðslega hrokafull (svona svona stelpur ég veit þetta kemur á óvart, en þetta er satt) ... ég var algjörlega stjórnlaus með öllu þegar ég var nýliði ... þegar ég var í meðferð á Vík var ég tekin á teppið, Siggi sagði "ef þú hættir ekki að ganga hér um grenjandi og skellandi hurðum, er ekki annað í stöðunni en að senda þig aftur á Vog, farðu að haga þér eins og fullorðin manneskja" ... þegar ég kom út, voru meiriháttar átök að mæta 2x í viku í Síðumúla í þrjá mánuði og svo einu sinni í viku eftir það í heila níu mánuði ... gamall karl sagði að fyrsta sporið í hnotskurn væri "be where you said you'd be, at the time you said you'd be there" ... mér tókst að læra það ... og bara svo mörg smá atriði sem færðu mér svo mikinn bata, komu mér í þetta "lágmarks jafnvægi" sem talað var um í meðferð ... ég hélt að málið væri bara að setja tappann í flöskuna og fara í húsdýragarðinn ... það er ekki málið ... málið er að taka leiðsögn, horfast í augu við sjálfan sig, gera hreint og koma hlutunum þannig fyrir að hægt sé að byrja á núlli við upphaf hvers dags ... nema hvað ... fékk semsagt andlega vakningu á þessum fundi ... þakklát vini mínum fyrir að spyrja mig þessarar einföldu spurningar og hvetja mig þannig til að afklæðast skikkjunni, dómaraskikkjan mín kemur nefnilega með eyrnahlífum og þegar ég er í henni heyri ég ekki það sem minn æðri máttur þarf að segja mér í dag ... húrra fyrir 12 sporum, húrra fyrir nýliðum, húrra fyrir botninum, húrra fyrir okkur ... pís át
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 94068
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Húrra !
Gulla (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 15:28
haltu í þetta elskan mín
Gríman, 22.4.2008 kl. 15:53
Æi þvílík snilld og takk fyrir að minna á þennan veikleika sem ég á svo sannarlega við að stríða. Knús
María, 22.4.2008 kl. 19:55
Snillingur, ég elska þig......
Helga Dóra, 22.4.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.