24.4.2008 | 15:34
þakklæti ... en engin læti
ég var að fá mjög skemmtilega sendingu eða þannig ... hd var að gefa mér myndir af mér teknar sumarið 2005 og þar í kring ... vá !! ég reyndi að setja þær hérna inn en það var ekki nóg pláss ... því ég var huge ... nei djók, þetta voru sko ljósmyndir á pappír og það er víst ekki nóg að líma þær á skjáinn ... done it ... allavega að öllum húmor slepptum þá varð ég bara sorgmædd að sjá þessar myndir, sorgmædd því ég man hvernig mér leið ... og ég hélt að mér myndi alltaf þurfa að líða svona ... vera bara feit, með stanslausar matarþráhyggjur og allt sem fylgir þessari ömurlegu fíkn ... en svo var ljós í myrkrinu og það er það að þessar myndir voru teknar á fyrstu dögunum mínum í fráhaldi, var m.a.s. ekki komin með sponsor, heldur var hd að vigta ofan í mig þessa daga og ég alveg eins og naut í flagi ... ég : ég er farin í sjoppuna ... hd : ok ... ég : takk fyrir stuðninginn hrmpfh ... svona gekk þetta, en það gekk, það var enginn áróður, bara útrétt hönd ... og hér er ég, 995 dögum síðar ... laus við þráhyggjurnar, laus við aukakílóin, laus við vanlíðanina ... á dásamlegt líf í dag, bara af því að ég sagði já takk, en ekki já en ... ég ætla að hugsa þetta aðeins ... skál í boðinu fyrir æðri mætti og þeim leiðum sem hann notar til að bjarga lífi mínu
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lofjú beibí
Helga Dóra, 24.4.2008 kl. 16:48
Innilega til hamingju með að hafa sagt já takk :)
Hafrún Kr., 24.4.2008 kl. 17:24
Takk fyrir að vera í fráhaldi
Sykurmolinn, 24.4.2008 kl. 17:39
Gleðilegt sumar elskan mín - verðum við ekki að halda þúsunddagaveislu?
Marilyn, 24.4.2008 kl. 21:02
júhúts ekki spurning ... ég reyndar kemst ekki í hana því ég verð í prófum ...
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 24.4.2008 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.