27.4.2008 | 01:17
eins og rófulaus hundur ...
... pylsur í pottinum fyrir þann sem hugsaði dónó þegar fyrirsögnin var lesin ... hér er ekkert dónó í gangi, nema það að ég er orðin stjörf af syfju, ég gruna heitmann minn um að vera sofnaðan fram í stofu ... nei bíddu nú heyrist hljóð úr horni ... einkasonur er sofnaður, gafst upp á moby dick ... svo lítið letur og obboslega margar blaðsíður ... góður dagur, mikið lært ... og þetta með rófuna, þá er ég með brákað rófubein (íþróttameiðsl) og er að drepast í því þegar ég sit svona lengi á rassinum eins og ég er búin að gera síðustu daga ... vantar íbúfen
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 94066
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heimaleikfimis slys teljast ekki sem íþróttameiðsl hehe.
Farðu vel með þig og takk fyrir að vera í fráhaldi og örstutt í 1000 dagana :)
Hafrún Kr., 27.4.2008 kl. 03:12
íþróttir....???? Íþróttir?????
ÍÞRÓTTIR??????
Marilyn, 27.4.2008 kl. 04:38
Íþróttaslys????? Ég held að við þurfum betri útskýringu á því???
Ég hugsaði ekki dónó, er ekki betru vöknuð en það..... En ég er með samúðarverk í mínu laskaða rófubeini sem fór illa útúr því að ganga með og fæða förn...... Í seinni fæðingunni brettist uppá það þegar ég spýtti dótturinni í heiminn, það var verra en allar hríðir og mígreniköst sem ég hef fengið um ævina..... Til samans...... Ég elska þig hönníbönní...
Helga Dóra, 27.4.2008 kl. 07:10
Ég er með laskað rófubein eftir að hafa runnið niður stiga í gasalega fínni veislu. Flaug aftur fyrir mig í efstu tröppu og renndi mér niður með tilheyrandi látum líkt og ég lægi á bob-sleða (svona sem maður liggur á). Tugir manna urðu vitni að þessu, mín á háum hælum og í stuttu pilsi..... Braut báða hæla af skónum. Þetta var ekki gaman og ekki enn orðið fyndið í minningunni, mörgum árum síðar. Tek það fram að ég var EKKI drukkin, bara klaufsk á minn einstaka hátt.
En íþróttameiðsli þekki ég ekki
Sykurmolinn, 27.4.2008 kl. 09:10
ókei ókei ókei ekki íþróttir ... heldur hlunkaðist ég eitt sinn á rassinn þegar örstutt var í fæðingu einkasonar míns, rann á eina svellblettinum á bílastæðinu þar sem ég átti erindi ... var einmitt búin að vera í stífri sjúkraþjálfun í þrjá mánuði útaf grindargliðnun en eins og hendi væri veifað fór auðvitað allt í sama farið við fallið ... ég biðst innilega afsökunar á að hafa látið ykkur þurfa að ímynda ykkur mig í íþróttum ...
Hafrún ... pældu í því að einhver eins klikkaður og við geti verið í fráhaldi í þúsund daga ...
Helga Dóra ... áttu mörg förn?
Marilyn ... róleg, þetta var bara grín
Sykurmoli ... ef þig vantar einhvern til að hjálpa þér að hlæja að þessari minningu ... call me ! ég pissaði næstum í mig af hlátri ...
Allar saman ... elska ykkur og takk fyrir að vera
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 27.4.2008 kl. 11:00
Ég að greinilega einhver förn,,,,, Væri gaman að vita hvort eitthvað sé til sem heitir Förn.............
Helga Dóra, 27.4.2008 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.