vigta & mæla

Ég er að læra ... veit nokkra hluti núna sem ég vissi ekki í morgun þegar ég vaknaði ... þá er maður að læra er það ekki? Ég er að hugsa ... og ég ætla bara að hugsa með sjálfri mér því ég ætla ekki að tala um neinn eða lýsa skoðunum mínum ... ég sveiflast mikið í hausnum á mér í sambandi við þá ákvörðun að læra hjúkrun, ég er fullviss um það að ég hef allt sem þarf til að vera góður hjúkrunarfræðingur, þekkinguna er ég að öðlast í gegnum námið, færnina fæ ég í starfsnámi og til að mynda í sumar þegar ég fer að vinna á B2, en það er ekki nóg ... ég er svo sátt við að vera á þeim stað sem ég er á í dag, þakklát fyrir alla reynsluna sem ég hef fengið á því að vera ég, það hefur margt verið erfitt og sorglegt og ósanngjarnt ... en ég held ég geti sagt að ég myndi ekki vilja skipta neinu af því út ... amk ekki svona í heildina, ég á frábært líf í dag og mér segir svo hugur að þetta eigi bara eftir að verða betra ... og eina sem ég þarf að gera, er að leysa þau verkefni sem ég fæ í hendurnar, vigta og mæla, þegja þegar á að þegja, tala þegar ég á að tala, vera þar sem segist ætla að vera þegar ég sagðist ætla að vera þar og ef mér finnst eitthvað óþægilegt þarf ég að hlusta þegar mig langar að tala, vera þegar mig langar að fara og muna að hlutirnir eru aldrei eins og ég held að þeir séu ... þessi væmna og über sundurlausa færsla var í boði valdísar gunnars ... law&order

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Hef bara eitt um þetta að segja.............. Ég hata að hlusta á Valdísi Gunnars... röddin hennar er eins og ýskrandi grís í dauðakippum..........

Helga Dóra, 11.5.2008 kl. 16:19

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

uuu ... hlustar EINHVER á hana? hef ekkert persónulega út á hana að setja en ...

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 11.5.2008 kl. 16:20

3 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHAHAHAHA

Svona svona Valdís er alveg ágæt

Ég þekki hana persónulega þið ?

Ómar Ingi, 11.5.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: Hafrún Kr.

B2 hvaða deild er það?

En ef þú hefðir ekki gengið í gegn um allt sem þú hefur lent í þá værir þú ekki þú :) 

Hafrún Kr., 11.5.2008 kl. 21:42

5 Smámynd: Helga Dóra

Ég þekki hana ekkert og var sko ekkert að setja útá hana sem persónu. Finnst bara röddin hennar óþolandi.....Langar oft að hlusta á viðmælendur hennar en bara legg ekki í það........ Aftur ekkert gegn hennar persónu.........

Helga Dóra, 11.5.2008 kl. 21:45

6 Smámynd: Sykurmolinn

Ég er farin að fíla Valdísi.  Mér finnst ótrúlega gaman að hlusta á viðtalsþættina hennar á sunnudagsmorgnum á Bylgjunni.  Mér finnst svolítið gaman að þessari týpu, flott kona.

Sykurmolinn, 11.5.2008 kl. 23:39

7 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

nákvæmlega habbý, það eina sem  hlustandi er á var reyndar að tjútta með syni mínum í eldhúsinu um daginn með flass fm104,5 ... bara gaman ... hann notar það sko til að geta einbeitt sér betur af lærdómnum ... mesta krútt

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 12.5.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband