á stöku stað

ég þoli ekki fullt af fólki ... það segir ekkert um fólkið sem ég þoli ekki, heldur segir það mest um sjálfa mig ... mér leiðist fals, mér leiðist yfirborðsmennska, samt get ég alveg verið fölsk, ég get líka verið yfirborðskennd ... hvernig getur það verið? jú, ég er nefnilega mannleg ... ég er breysk og ég hef galla ... sem betur fer, vegna þess að ef ég héldi að ég hefði ekki galla, væri örugglega rosalega erfitt að vera ég ... eða sko ég veit að það væri erfitt ... been there, done that, got the t-shirt ... ég er syfjuð, vorum litla fjölskyldan að horfa á little miss sunshine, algjörlega dásamleg mynd ... ég dýrka toni colette síðan í muriel's wedding ... wonder why?? svo langaði mig að horfa á what's love got to do with it en var orðin sybbin, vissi að ég myndi ekki hafa eirð í mér, byrjaði að horfa á borat með húsbandinu, hef ekki smekk fyrir þessu, er sennilega of meðvirk fyrir svona grín ... ætlaði bara að tilkynna matinn minn og svo beint að sofa ... ætlaði allllls ekki að blogga ... þarna sjáiði, ég er mannleg, get ekki endilega alltaf farið eftir því sem ég ákveð ... ég les mörg blogg, hjá fólki sem ég þekki ekki neitt, spegla mig í þeim, það er fullt af fólki þarna úti sem er í svipuðum pyttum og ég hef sokkið í um ævina ... það fær mig til að verða þakkláta fyrir að hafa sagt já takk þegar einhver bauðst til að hjálpa mér uppúr ... ekki meira um það að sinni, ég þarf að hvíla mig ... góða nótt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

ELÍN SIGRÍÐUR    ertu ekki fullkomin?????   Þú með bresti???? NEI, því trúi ég ekki...

Flottur þessi kraftur sem gerir okkur kleyft að taka á okkar málum og verða betri manneskjur....... Takk fyrir að vera til og vera í fráhaldi með mér svo að við getum verið vinkonur........ 

Helga Dóra, 12.5.2008 kl. 09:10

2 Smámynd: Ómar Ingi

Góð færsla hjá þroskandi einstaklingi sem mér þykir vænt um, knús á þig og líka 20 Kílóa húsbandið þitt

Ómar Ingi, 12.5.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband