sunnudagur

sem er búinn að líða í algerri sælu ... vaknaði tíu, snúsaði til ellefu ... fórum til tengdó uppúr hádeginu og svo að skoða ofn ... djöfull er dýrt í elko ... fundum einn í max sem okkur líst vel á og ætlum að kaupa ... gerði uppgötvun í dag ... forsagan er sú að einu sinni keypti ég alltaf allt sem mig vantaði/langaði í og var ekkert endilega að spá í hvort ég hefði efni á því (sem var sjaldnast) ... svo varð staða mín þannig að ég gat ekkert leyft mér, varð að lifa mjög sparlega og horfa í hverja krónu ... fékk frábæra aðstoð hjá góðu fólki en það hrökk ekki til, hlutir sem mörgum finnast sjálfsagðir, eins og að fara í bíó, klippingu, litun eða kaupa föt, reka bíl eða vera með stöð tvö var ekki eitthvað sem ekki var á dagskránni á þessu heimili í nokkur ár ... nú er staðan þannig að hér eru tvær vinnandi manneskjur og innkoman bara allt í læ ... en hér kem ég að kjarna málsins ... ég er orðin að nískupúka ... maðurinn minn vinnur í heildverslun þar sem fást geggjaðir skór ... ég hef enn ekki farið að kaupa mér þó að ég eigi tvenna skó sem ég get notað ... í dag vorum við í raftækjaverslun og ég bað Gumma að kaupa handa mér hárblásara, ekkert mál og ég valdi mér þann sem var á milliverði ... labbaði með hann um búðin en skilaði honum svo aftur í hilluna ... svo bað ég hann að koma við í apóteki því mig vantar nokkra hluti þar ... en svo hætti ég við, nei nei sleppum því bara, allt í læ með mig ... vorum að spjalla um þetta eftir kvöldmatinn og minn maður skilur ekkert í mér og þess vegna fer ég að kaupa mér skó á morgun vú hú ... en allavega, mórallinn með þessari sögu er að fólk getur breyst og svo ætla ég að taka það sérstaklega fram að þetta tímabil sem ég gat ekki leyft mér neitt er ekki neinum að kenna, heldur tók ég margar mjög illa ígrundaðar ákvarðanir sem komu mér að falli, t.a.m. bjó ég á tímabili frítt í marga mánuði en sá ekki ástæðu til að safna peningum (var með fínar tekjur á þeim tíma) til að koma undir mig fótunum, heldur var bara á visafyllerí og algjörlega stjórnlaus ... en það má nú fara milliveginn og nú ætla ég að vanda mig við að vera ekki nískupúki heldur leyfa mér smá, innan skynsamlegra marka að sjálfsögðu ... þangað til næst ... aur&króna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Hef lifað þannig að ég fékk allt uppí hendurnar, forstjóradóttir. Hef lifað þannig að ég þurfi að horfa á hverja krónu og eiga mann með fínar tekjur og þurfa ekki að hafa áhyggjur.... Prófað þetta allt.... Ég er þannig í dag að ég tími ekki að kaupa mér buxur, samt eru þessar einu sem ég passa í með saumsprettu í klofinu.... Ég tími ekki að kaupa mér skó, samt á ég bara eina strigaskó sem ég er búin að nota síðan í byrjun desember á hverjum degi og bara þá... Jú á reyndar eina með hæl en get verið í þeim í 30 mín og búið.... Gat ekki hugsað mér að fara í þeim í afmæli á föstudaginn og var því plampandi í stigaskónum á Boston innan um Björgúlf Thor og fleiri...... Aumkunarvert..........

Helga Dóra, 1.6.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Ómar Ingi

Fer BT á Boston ? nei andsk , trúi því ekki HD.

Ella Sigga þú ert krútt

Ómar Ingi, 1.6.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Helga Dóra

Ég get svo svarið það Ómar, hann var þar.... Tékkaði mig meira að segja út, þótt að ég væri á nigguronum......

Helga Dóra, 1.6.2008 kl. 23:21

4 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Já maður þekkir þetta allt. Kannski er þetta ekki níska heldur þroskast maður og þarf ekki að kaupa allt strax heldur vill maður ígrunda málið???????????? bara hugmynd.

Kristborg Ingibergsdóttir, 2.6.2008 kl. 00:00

5 Smámynd: Hafrún Kr.

Er þetta ekki líka hræðsla við að missa sig aftur og lenda í sömu stöðunni aftur?

Hafrún Kr., 2.6.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband