þreytt

er eitthvað voðalega þreytt og svæf þessa dagana ... en er samt ekkert að sofa allan daginn, þannig, dottaði í litun&plokkun í morgun og lagði mig svo fyrir kvöldmatinn ... rosalega stolt af drengnum mínum sem kom heim með medalíur eftir sundmót og níu í ensku og heimilisfræði ... hann byrjar í línuskautaskólanum á mánudaginn og er ofsa spenntur ... ég er að vinna mikið um helgina og því verða þeir gúmmífeðgar tveir í kotinu ... ég er svo full af þakklæti og gleði yfir því hvað þeir ná vel saman og hvað Gummi er góður við hann og þolinmóður jésús pjétur minnstu ekki orði á það ógrátandi ... hann bætir svo innilega upp fyrir alla mína óþolinmæði og almennt óþol gagnvart drengnum mínum, sem er auðvitað augasteinninn minn og ég elska hann út af lifinu en við erum nú búin að vera tvö ein í svo mörg ár að við erum eins og gömul hjón ... tengdapabbi ætlar að koma um helgina og þeir ætla að koma ofninum í gagnið, keyptum semsagt nýjan ofn í vikunni, það fyrsta sem verður eldað í honum verða rófufranskar og pizza við fyrsta tækifæri, ég er komin með svæsin fráhvarfseinkenni ... er að hugsa um að fara að koma mér í háttinn (orðin syfjuð aftur) og eiga svo góðan dag með drengnum mínum á morgun áður en tryllingstörnin hefst annað kvöld, er sko á kvöldvakt á morgun, morgun+kvöldvakt á laugardaginn, kvöldvakt á sunnudag og morgunvakt á mánudag ... verð þreytt bara við tilhugsunina ... en bara gaman ... heya heya

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Þér veitir ekki af hvíld á milli vakta vinan. Farðu vel með þig.

Kristborg Ingibergsdóttir, 5.6.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Marilyn

Til hamingju með klára strákinn og nýja ofninn!

Marilyn, 6.6.2008 kl. 09:26

3 Smámynd: Helga Dóra

Yndislegir þessir "venjulegu"kallar..... Ótrúlegur asskotti.......

Gangi þér vel um helgina.......  

Helga Dóra, 6.6.2008 kl. 09:59

4 Smámynd: Ómar Ingi

Spurning um að slappa eilítið af , ef það er þá mögulegt

Ómar Ingi, 6.6.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband