hugleiðing

var að spjalla við konu í vinnunni um daginn ... það barst í tal að ég hafi grennst ... þá fór hún að segja mér frá konum sem hún þekkir sem hafa farið í magaaðgerð og ég missti mig aðeins í skoðun minni á þessum aðgerðum, þ.e.a.s. þegar um veika matarfíkla er að ræða ... nema hvað ... hún sagði mér að vinkona sín hefði farið í aðgerð, grennst einhver lifandis ósköp og verið alveg sjúk í fatabúðum og hrikalega hamingjusöm með þetta allt saman, skiljanlega ... nema hvað að svo hafi farið að síga á ógæfuhliðina og hún farin að þyngjast hressilega aftur ... og ég segi henni að það sé einmitt þetta sem ég sé svo hrædd við, að það sé ekki nóg að klippa magann úr fólki sem er með sjúkdóm sem er af andlegu tagi ... en þá segir þessi samstarfskona mín setningu sem stakk mig í hjartað : "en hún fékk þó allavega tvö góð ár" ... persónulega finnst mér það að fara í stóra skurðaðgerð með miklu inngripi og öllum þeim komplikasjónum sem geta fylgt vera heldur mikill fórnarkostnaður fyrir "tvö góð ár" ... ég er búin að eiga næstum þrjú ár í fráhaldi, þau eru búin að vera bara venjuleg, ekkert vond, ekkert frábær, heldur fín ár í fráhaldi einn dag í einu, auðvitað eru þessi ár mörgum sinnum betri en árin sem ég átti áður, en það er ekkert drama, mitt gamla lif var alltaf annað hvort algjörlega frábært eða skelfilega hræðilegt ... enda var ég aldrei í nokkru einasta jafnvægi ... núna líða dagarnir alltaf bara frekar áreynslulaust fyrir sig og ég tek því sem að höndum ber ... á heildina litið er ég hamingjusöm glöð og frjáls og það er það sem gildir ... og mér finnst ég ekki hafa fórnað neinu ... takk í dag

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Hef ekki trú á skurðaðgerðum, en finnst offeitir ekki fá þá aðstoð sem þeir þurfa í flestum tilfellum. Eg skrifaði blogg um þetta fyrir nokkrum dögum. Þætti gaman að fá fleiri sjónarmið ef einhver nennir að ræða um þessa hluti. http://astan.blog.is/blog/astan/entry/564279/

Ásta Kristín Norrman, 14.6.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Nákvæmlega sama gerðist hjá frænku minni nema hvað hún náði ekki tveimur "góðum árum" hún var miklu sneggri að fara aftur í sama farið, enda með sjúkdóm sem fór ekki með maganum.

Kristborg Ingibergsdóttir, 15.6.2008 kl. 02:10

3 Smámynd: Helga Dóra

Halelúja.... Kannski virkar aðgerðin fyrir einhvern sem er ekki matarfíkill..... Það hefði verið dauðadómur fyrir mig ef maginn hefði verið minnkaður og ég fíkillinn hefði ekki getað étið yfir tilfinningarnar mínar án andlegrar lausnar...... Aðgerðunum smá til varnar, ég veit að fólk á að fara í hugræna atferlismeðferð fyrir eða eftir þessa aðgerð og í einhverja sálfræði eða félagsfræði aðstoð og það eru alveg til nokkrir sem nýta sér þetta og ná að vinna með hausinn líka... Því miður hef ég heyrt færri sögur af þeim en þessum sem ná "nokkrum góðum árum" og svo allt í sama farið.... Ég er þakklát að ég veit lausnina fyrir mig og ég fæ að borða góðan mat án þess að hafa áhyggjur af því hvernig áhrif hann hafi á holdafarið og ég þarf ekki að kasta honum upp..... Mér myndi ekki duga hálf pylsa.....Hvað er það að langa til að verða saddur af hálfri pylsu eins og eina frænku mína dreymdi um áður en hún fór í aðgerðina sína.......... Mig langar að getað borðað mikið og góðan mat en samt vera grönn og það get ég í dag með minni lausn........

Helga Dóra, 15.6.2008 kl. 10:28

4 Smámynd: María

oh ég er svo þakklát fyrir að hafa ekki valið magaaðgerðina í dag.

María, 16.6.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband