þriðjudagur

vá tvö blogg í dag ... enda farið að hausta ... ég sit uppi í rúmi að krókna úr kulda, með tvær sængur og nota náttbuxnaskálmar fyrir ermar því ég er of löt til að standa upp og klæða mig ... ég veit ég veit hámark letinnar ... las tvo kafla í dag ... merkilegt hvað maður lærir meira í lífeðlisfræði við að actually LESA bókina hmmm ... nema hvað, fór á frábæran fund, endurheimti eftirlegukind og allt í blússandi gír ... ekki teljandi ógleði í dag eða gær eða fyrragær og það er ekki lítil hamingja með það ... þetta var orðið doltið þreytt ... vigtaði mig í morgun, stend í stað, hefði örugglega lést ef það hefði ekki verið búið að bæta við mig meiri mat ... doltið skrítið að vera búin að vera lengi í traustu og öruggu fráhaldi og fara svo yfirum á taugum og halda að ég bara lifi ekki nóttina af nema fá ristabrauð eins og kom fyrir um daginn ... en þegar ég á í hlut verður aldrei eitt ristabrauð, það er bara brætt úr ristinni áður en yfir lýkur ... og þangað vil ég ekki fara, heldur vera hér ... æi vá bull bull verð að fara að sofa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Æj elskan ég missti af öllum bloggunum afþví að ég var í tölvufráhaldi um helgina og bara í bústað og læti.

a) þú átt eftir að missa þig þegar þú kíkir á verðmiðana í stubbasmiðjunni. Við erum að tala um lampa í barnaherbergi á fokkings 40-60 þúsund kall - og ég held að skermarnir fylgi ekki einu sinni!!! Ég er ekki ennþá búin að ná mér eftir að ég sá þennan verðmiða. En það er jú fullt af krúttlegu dóti þarna inni.

b) Til hamingju með 3 árin elskan mín - hugsa sér að þurfa ekki að vera í ofáti í 3 ár, geta bara verið í skinninu sínu og þurfa ekki að éta frá sér ráð og rænu! Mögnuð gjöf. Og ég með mín tvö - held við eigum nánast sama dag, á ennþá eftir að telja þetta út því ég lagði aldrei dagsetninguna á minnið ;)

c) love you so - know your crazy ;) 

Marilyn, 6.8.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Helga Dóra

Kiss, kiss og knús á línuna.............

Helga Dóra, 6.8.2008 kl. 00:37

3 identicon

Hæhæ Ella Sigga!

Datt óvart inná bloggið hjá þér. Til hamingju með að vera ólétt :) Gaman hvað allt gengur vel ;)

Bið rosa vel að heilsa Jóhanni Jökli og auðvitað Felix líka :)

 Knús áslaug fel ;)

Áslaug Felixdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 02:07

4 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Takk fyrir að vigta og mæla elskan.

Kristborg Ingibergsdóttir, 6.8.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94066

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband