ÉG KALLA EFTIR

fólki sem búið er að fara í þessa aðgerð og reynslusögum þeirra. Ég vil fá svart á hvítu hverjir losnuðu Í RAUN við fíknina eins og þessi örugglega ágæti læknir heldur fram að gerist ... ef þú vilt fá söguna mína af matarfíkn, hafðu samband, ég hef verið í bata í þrjú ár ... einn dag í einu
mbl.is Metaðsókn í offitumeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

takk Valgeir

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 11.8.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það er mikill misskilningur að aðgerðin losi fólk við fíkn. Atferlismeðferðin á næringarsviði Reykjalundar felst í að hjálpa fólki að greina vanda hvers og eins. Sumir eiga við fíkn að etja, aðrir eru með líf sitt í "molum" og þurfa aðstoð við að leiðrétta sitt líf, margar konur koma þarna eftir alvarlegt fæðingarþunglyndi og fá heildstæða meðferð bæði á næringarsviði, geðsviði. Sumir eru illa haldnir af gigt sem lyf hafa eyðilagt meltingarfæri og þurfa aðstoðar við.  Meðferðin sem slík er ekki bara fyrir þá sem ætla í aðgerð. Það er einungis lítill hluti sem fer í aðgerð. Þessi meðferð tekur 3 ár og er fólk í eftirliti og reglulegum innkomum.  Meðferðin byggist líka á því að finna heppilega hreyfingu sem hentar hverjum og einum. Það geta ekki allir djöflast á líkmastræktarstöð og þá er bara allt í lagi. Margir eiga við skemmd liðamót að etja, eftirstöðvar slysa og fleira. Ég er sjálf nýbúin að klára hluta af atferlismeðferð og er að stunda hreyfingu við mitt hæfi skv. ráðleggingu sjúkraþjálfara og næringu skv. næringarráðgjafa. Ég er með skemmda liðþófa í hnjám eftir erfiða göngu fyrir mörgum árum. Kyrrsetuvinnu ásamt skemmdum liðum auk streitu og óreglulegra máltíða var mitt vandamál í stórum dráttum. Ég var meðal annars ein af þeim sem höfðu prófað alls kyns kúra. Það þarf aðstoð við að "leiðrétta"líf sitt og er Reykjalundur og Heilsustofnunin í Hveragerði einu aðilarnir sem taka á þessu heilstætt. Dóttir mín fór í svona aðgerð fyrir tveimur árum og heppnaðist mjög vel. Henni hefur farnast vel en aðgerðin er einungis til að hjálpa fólki að komast á "núllpunkt" en sá hinn sami fer í gegnum algert nálarauga til að verða metinn hvort aðgerðin skili árangri. Þetta eru mikil inngrip og er alls ekki auðveldasta leiðin eins og fólk vill halda. Þú getur skoðað bloggið hennar og séð muninn á henni fyrir og eftir www.overmaster.blog.is  . það eru hins vegar aðilar sem hafa komist í gegnum aðgerðina en hafa ekki verið að vinna að heilindum í sínum málum eða tekist á við hinn raunverulega vanda. Þar liggur hundurinn grafinn en ekki í aðgerðinni sjálfri. Það er svo auðvelt fók, eins og margar athugasemdirnar við fréttinni  sýna, að setjast í dómarasæti og dæma fólk til hægri og vinstri. Það er miklu meira á bak við hvern og einn  sem fer í svona meðferð. Þetta er ekki töfralausn heldur fagleg heildstæð meðferð. Það verður hver að finna sinn farveg. Matarfíklar hafa fengið frábærar aðstoð í gegnum OA og er þeirra starf frábært. Það eru bara ekki allir matarfíklar. Gangi þér vel.  

Sigurlaug B. Gröndal, 11.8.2008 kl. 22:42

3 Smámynd: Helga Dóra

Vá, ég var að koma heim af frábærum fundi með konum sem eru að ná líkamlegum og andlegum bata í "baráttunni" (sem er ekki barátta í dag) Ég er með fullt af skoðunum á þessu batterýi sem gerir þessar aðgerðir... Ég er búin að vera í viðtölum þar og búin með hugræna atferlismeðferð þar og reyndar líka annarstaðar.... Bæði læknirinn og félagsráðgjafinn sem ég hitti á Reykjalundi gerðu lítið úr því að ég ætti við ofát að stríða afþví að ég var "bara" 103 kg...... Stuttu seinna fór ég á geðdeild í 10 daga afþví að ég ætlaði að taka mitt eigið líf frekar en að lifa í því helvíti sem átröskunin mín er........ Svo mikið vit hefur þetta fólk á ofáti..... og hana nú, hrokalaust.....

Helga Dóra, 11.8.2008 kl. 23:04

4 Smámynd: Ásgerður

Hef enga trú á að fíknin fari við að fara í aðgerð,, það hlýtur að alltaf að þurfa fyrst að "taka til í hausnum", bara eins og með aðrar fíknir. Annars hef ég svo mikla trú á 12 spora kerfinu, að ég er farin að trúa að það sé ALLT hægt að leiðrétta ef maður stundar það,,það er mín reynsla.

Ég hefði mikinn áhuga á að heyra söguna þína Elín. Held ég hafi hitt þig í gærkvöldi, getur það verið??

Kv, Ásgerður

Ásgerður , 12.8.2008 kl. 11:09

5 Smámynd: Ásgerður

Kærar þakkir fyrir söguna,,,þú ert frábær penni. Ég fann mig eiginlega allsstaðar scary alveg, en frábært að sjá að það er lausn til í alvöru. Gangi þér áfram frábærlega, kærleikskveðjur frá mér

Ásgerður , 13.8.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband