14.8.2008 | 23:34
SKÍTABAKARÍ !!!
og þessi færsla hefur nákvæmlega EKKERT með bakarí að gera samt !!! ég fór í appelsínugulu um daginn, þessa sem heldur að íslendingum þyki skemmtilegast að versla í sér ... sá þar flottar skólatöskur, þessa jeva eða hvað þær heita ... héngu á öllum snögum ... ÓVERÐMERKTAR ... ég hugsaði með mér nú jæja þeir hafa verið að henda þessu upp í morgun, eiga eftir að merkja (nb ég var búin að kíkja á alla merkimiða á hillum og á ca 10-15 af þessum töskum, í öllum litum ... og ekkert verðmerki ... og já, ég skoðaði í hillunum líka og allt í kringum uppstillinguna ) nema hvað svo fékk ég bæklinginn frá þeim í morgun og las hann yfir morgunmatnum af gömlum vana ... þar eru þessar töskur á heilli blaðsíðu ... ÓVERÐMERKTAR ... á blaðsíðunni á móti eru töskur úr öðru merki og þær eru merktar ... þennan (ekki örlagaríka eða neitt svoleiðis) dag sem ég var í áðurnefndri búð fór ég líka í eymundsson á hæðinni fyrir ofan og þar voru þessar sömu töskur vel verðmerktar og kostuðu litlar 13þúsund krónur ... þetta er enn ein leiðin fyrir kaupmenn að fá okkur til að vera ómeðvituð ... fyrsta sem börnin sjá þegar þau labba inn í búðina eru þessar geggjuðu töskur og vilja fá ... þegar mamma&pabbi eru búin að labba í gegnum alla búðina og safna í kerruna eru þau búin að gleyma að töskurnar voru ekki verðmerktar og þær blíbba í gegn á kassanum og fólk bara borgar og brosir ... kannski gleymir kassabarnið að segja "viltu miðann" og enginn fattar neitt ... nenni ekki að æsa mig yfir þessu en þetta var semsagt svona ... mér finnst þetta skítabakarí, alveg burtséð frá öllu, mér finnst ekkert mál að borga þrettánþúsundkall fyrir töff skólatösku ef ég hef efni á því skiljiði ... en æi þið vitið hvað ég meina
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 94066
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algerlega ólöglegt að vera með óverðmerkta vöru..... Líka í útstillingum..... Skítabakarí
Helga Dóra, 14.8.2008 kl. 23:45
Þoli ekki þegar vörur eru ekki verðmerktar
Kristborg Ingibergsdóttir, 15.8.2008 kl. 00:38
af hverju er ég ekkert hissa?
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 15.8.2008 kl. 01:08
Ég verslaði jeva tösku fyrir mína skvísu í Hagkaup í skeifunni og þar var hún verðmerkt annars hefði ég ekki verslað hana.
Hafrún Kr., 15.8.2008 kl. 01:20
Annars ákvað ég að kaupa ekki JEVA, dóttir mín vildi heldur LEGO tösku sem var "bara" á sjö þúsund!!
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 15.8.2008 kl. 01:24
Amman keypti svona tösku fyrir dóttur mína í Danmörku nú í sumar kostaði þar milli 3 og 4 þús... svona er að búa á okurlandi...
andri (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 08:29
Ég fór nú með mín að kaupa langþráð pennaveski í gær og sum kostuðu yfir 5000 kr. það er sama verð og mér finnst að skólatöskur eigi að kosta. Hvað gerir þessi pennaveski svo frábrugðin öðrum að þau réttlæti þetta verð? ÞAu voru ekki úr gulli, það var ekkert meira dót í þeim og það eina sem maður sá var að þau voru einmitt "eitthvað merki" svei mér ef það var ekki Jeva og frekar töff. Mín er himinlifandi með disney-prinsessu pennaveski sem kostaði "bara" 2700 (og nb. það var ekki verðmerkt sem var frekar fáránlegt).
Marilyn, 15.8.2008 kl. 11:39
Shiiiiii
Ómar Ingi, 15.8.2008 kl. 21:45
Intermetiade Jeva taskan (www.jeva.dk) er að kosta um 30 euros í Danmörku eða þá um 3800 kr. m.v. gengi dagsins í dag.
Við hjónin eigum 3 stráka sem eru böðlar og það sem við gerum er að láta frænku okkar í Köben kaupa þessar töskur og senda til okkar. Eða þá koma með ef hún á leið til landsins.
Maður lætur bara ekki bjóða sér svona okur. Það er ekki flókið.
Árni (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 17:04
Bendi á að a.m.k. fyrir eldri krakka, þá eru tölvuverslanirnar og ýmsir aðrir að selja langtum sterkari og vandaðri töskur/bakpoka á lægra verði, en þá heitir það fartölvutöskur.
Ragnar (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.