ekki meira prump

í bili að minnsta kosti ...

hér er allt komið í ró, enda veitir ekki af að sofa vel þar sem það er skóli á morgun, 8:15 hjá mér og 8:20 hjá piltinum, ég er frekar slök en drengurinn var að fara á límingunum af spenningi ... ég bað hann vinsamlega að láta það ekki fréttast að hann væri spenntur að byrja í skólanum, maður þarf nú að halda kúlinu eða hvað??

ég þarf að vakna snemma til að fá mér hinar lögbundnu pönnsur og latté áður en ég legg í hann ... það ætti að vera lítið mál ... þegar ég var að byrja í fráhaldi vaknaði ég klukkutíma fyrr en vanalega bara til að búa til guðdómlegan morgunmat, svona var fúsleikinn mikill,  ég skyldi hafa þetta af og var tilbúin að leggja ýmislegt á mig til þess, ég hékk inni á fúsleika og ótta lengi vel, stabilitet og samviskusemi hafði ekkert með þetta að gera, svo komst fráhaldið í vana og í dag þekki ég ekki annað.

að lokum ... tvær setningar sem ofæta myndi aldrei láta út úr sér ... 

"jú ég held það sé til ís í frystinum, líterinn sem við keyptum fyrir hálfum mánuði"

"einu sinni fékk ég súra kókómjólk í skólanum, hef ekki getað drukkið hana síðan"

allavega ekki þessi ofæta  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

og hvað er málið með fólk sem missir matarlystina?????

Hefði getað setið við hliðina á mannakúk án þess að það hefði áhrif á matarlystina... 

Helga Dóra, 24.8.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Ómar Ingi

Takk fyrir að minna mig á ísinn

Ómar Ingi, 24.8.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Marilyn

Eða þessi "það er afgangur af snakki inni í eldhúsi" - með áherslu á "afgangur" hehehe

Marilyn, 25.8.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Sykurmolinn

Eða.... "Dííííí ég get ekki borðað þetta, þetta er svo ógeðslega sætt."  Ofætunni finnst aldrei neitt oooooof sætt 

Sykurmolinn, 25.8.2008 kl. 09:11

5 identicon

Heheheh nákvæmlega.

hvað er annars uppskriftin af þessum pönnsummmm hljómar nú ekki illa

Marý Linda (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband