laaaangur dagur

við erum að velta því fyrir okkur gömlu hjónin hvar við höfum farið útaf sporinu í uppeldi frumburðarins ... þannig er nefnilega mál með vexti að hann er búinn að iða af spenningi í nokkra daga yfir að byrja í skólanum og það tók endanlega steininn úr í morgun þegar hann var sestur á rúmstokkinn hjá mér klukkan sex (já 06:00) , sagðist vera löngu vaknaður og ekki viðlit að sofna aftur, hann væri svo spenntur ... ég tek fram að barnið er að byrja í sjötta bekk, það er ekki eins og hann sé í einhverju "ignorance is bliss" sex ára dæmi ... heldur er hann ellefu ára ... við reyndum að klóra í bakkann og senda hann með eldspýtur og dúkahníf í skólann, en allt kom fyrir ekki, geislabaugur og bros út að eyrum skyldi það vera ... ekki batnaði þetta þegar heim var komið "hvernig var í skólanum elskan?" "bara rosalega gaman" ... ég er hálf miður mín eftir þennan dag, en er nú svona að vona að þetta rjátlist af honum, annars veit ég ekki hvað ég geri ... unz síðar, reynið að vera til friðs

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

hehehe

Dúkahníf

Ómar Ingi, 25.8.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Yndislegur drengur sem þið eigið.

Kristborg Ingibergsdóttir, 25.8.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: Helga Dóra

OOHHH hann er þo mikil dúlla.....

Helga Dóra, 26.8.2008 kl. 00:20

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Lím Ella Sigga, lím leysir þetta hratt.

Bara tvær til þrjár túpur og barnið verður orðið alvöru vandræðabarn á örskömmum tíma.

Ferlega er samt gaman svona að slepptu gamninu, að eiga svona félagslega hæf börn.  HVAÐAN kemur það eiginlega???

Baldvin Jónsson, 26.8.2008 kl. 10:08

5 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Baddi takk fyrir ábendinguna !! já ég hafna erfðafræðinni á þeim forsendum að þegar ég var í 5.bekk hlupu kennararnir grenjandi út frá okkur ...

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 26.8.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband