29.8.2008 | 20:51
tólf
vikur í dag, já ég veit, ég er lööööngu búin að segja öllum, var líka aðeins að misreikna mig þarna fyrst ehe ... en ég var reyndar búin að gera það upp fyrir mig áður en ég varð ófrísk, að mér finnst ekkert atriði að bíða með að segja frá, ef eitthvað kemur uppá, gerist það alveg jafn mikið og er alveg jafn sárt hvort sem einhver veit af óléttunni eða ekki ... það er amk mín skoðun og á við mig sjálfa, ég veit ekki hvað er öðrum fyrir bestu og hef enga skoðun á því sem aðrir gera í sínum málum ... eníhú, gaman í skólanum, bæði hjá mér og drengnum, nóg að gera og bara ótrúlega spennandi efni og gaman að finna að það hefur byggst smá grunnur á fyrsta árinu ... fór með JJ til augnlæknis í gær, hann fékk gleraugu í janúar og síðan þá (á átta mánuðum) hefur sjónin hans versnað um 0,75 báðum megin, sem skv. augnlækningum er mjög mikið ... þannig að hann fær ný gleraugu á morgun og hlakkar mikið til, enda orðinn píreygur ... ég ætla að nota gleraugnaferðina í kringluna til að kíkja hvort ég fæ einhverja leppa utan á kroppinn á mér ... það þrengist áfram ... annað er í jafnvægi og ekki undan neinu að kvarta ... unz síðar
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ sæta.
Ég hef einmitt heldur aldrei skilið 12 vikna regluna ég vil hafa stuðningin í kring um mig fyrr ef einhvað gerist.
En sorrí to say þá er óléttufataúrvalið fyrir neðan allar hellur.
Nema getur fundið einhvað í 2 líf en það er samt frekar dýr búð finst mér.
Hafrún Kr., 29.8.2008 kl. 21:07
Kvitt
Ómar Ingi, 29.8.2008 kl. 21:15
til hamingju
alva (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 21:16
Til hamingju með 12 vikurnar.... Alltaf viss léttir að komast þangað....
Hey, getur alltaf notað pilsið og peysuna sem ég kom með til þín
Gummi lofaði að passa þetta...... Samt aðalega til að minna þig á hvert þú vilt ekki fara aftur.....
En elska þig.....
Helga Dóra, 29.8.2008 kl. 21:26
HD ég henti pilsinu í ruslið þegar Gummi sendi JJ með það inn til mín og lét hann segja, mamma farðu að klæða þig ...
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 29.8.2008 kl. 21:40
Elín,, trúi þér ekki.....
leiðinlegt að heyra með augun hans JJ... minn sonur er með eitt latt auga og er kominn í mínus fjóra í því.....
og einhvern mínus á hinum. Man ekki alveg... En hann er semsagt staur á öðru....
Helga Dóra, 29.8.2008 kl. 23:08
auðvitað hefur þú þetta eins og þú vilt. Segir þeim sem þú vilt segja þegar þú vilt það. Þessi regla er hvergi skráð í lagabókstafinn you know.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.8.2008 kl. 23:48
Sammála með 12 vikna "regluna" - eins og maður eigi að bera harm sinn í hljóði ef eitthvað kemur upp á. uss usss
Marilyn, 29.8.2008 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.