ég er örugglega ekki femínisti ...

veit ekki einu sinni hvort það er skrifað með í eða i ... allavega, þá finnst mér að þær konur sem geta verið heima hjá börnunum sínum vera mjög lánsamar, æska barnanna okkar er svo dýrmæt og það er svo margt þarna úti til að glepja þau að ég er fylgjandi  því að heimilið sé griðastaður fjölskyldunnar, mér finnst óskaplegt til þess að vita þegar báðir foreldrar vinna langan vinnudag og svo er það eina sem þeim dettur í hug að gera um helgar að fara í bónus,rúmfatalagerinn og ikea með alla familíuna, skilja svo ekkert í því afhverju börnin eru tjúlluð í þessum verslunarferðum ... mér finnst reyndar líka alveg nóg að búðir séu opnar til sex og lokaðar um helgar ... það dugði mömmu minni í denn, m.a.s. þó hún ynni úti ... hún vann hálfan daginn á móti annarri konu, mamma vann á morgnana og þegar hún fór í vinnuna fór ég í pössun til konunnar sem vann á móti henni, eftir skóla kom svo sonur hennar heim með mér og mamma passaði hann þar til mamma hans var búin að vinna, við vorum saman í bekk, svo þetta smellpassaði allt ... ég myndi gjarnan vilja vera heima með haug af börnum og njóta samvista við þau, hafa allt hreint og fínt og vera búin að elda þegar karlinn kemur heim úr vinnunni ... það þýðir ekki að ég sé undirgefin eiginkona eða heimsk ... ég er að mennta mig og hef unnið úti síðan ég var unglingur ... en eins og áður segir myndi mitt draumaland vera þannig að við minnkuðum hraða lífsins um nokkur stig, værum meira saman og hlúðum betur hvort að öðru ... hver veit, kannski yrðu færri börn og unglingar eiturlyfjum að bráð og kannski þyrftu færri börn rítalín og færri fullorðnir geðlyf, e.t.v. væru færri skilnaðir, sjálfsmorð og gjaldþrot ef við myndum ekki spenna alla boga í botn ... pældu aðeins í því ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Þess vegna líkar mig við þig

Ómar Ingi, 30.8.2008 kl. 15:32

2 Smámynd: Hafrún Kr.

ég skil ekki hvað þær meina með "kvennagildra" ég hef þráð síðan ég var lítil að vera heimavinnandi mamma er þá draumurinn minn "kvennagildra"?

Hafrún Kr., 30.8.2008 kl. 18:47

3 identicon

af hverju ertu þá ekki feministi??? ég vissi ekki að feminismi snérist um barnapössun og skúringar.... ég held að feminismi snúist um jöfn tækifæri kvenna og karla til menntunar, umönnunar heimilis, fjölskyldu, atvinnu og fleira.... þetta er allt spurning um að fólk hafi val og að sömu hlutir standi báðum kynjum til boða.... frelsi einstaklingsins á að ná jafnt til karla og kvenna.....

Dísa Skvísa (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 19:29

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

algjörlega dísa, þess vegna veit ég ekki hvort ég er það ... mér finnst umræðan bara svo oft snúast um að konur megi bara alls ekki láta bjóða sér neitt annað en að vera eins og karlar ... eða eitthvað :s

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 30.8.2008 kl. 19:50

5 identicon

umræða smumræða... þú veist það vel sjálf að þeir sem eru hræddir beita niðurrifi til að gera lítið úr málstað sem þeir upplifa sem ógnandi aðstæður, það sér maður allsstaðar jafnréttisbarátta er ekkert undanþegin því.... jafnrétti handa öllum konum og köllum

Dísa Skvísa (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 19:57

6 Smámynd: Helga Dóra

Sammála þér Ella Sigga...... Þótt að konur velji það að vera heima er ekkert endilega verið að negla þær niður, kúga þær til að vera berfættar og óléttar... Sumum kannski bara langar að vera heima og hugsa um börnin sín.... Mér finnst það vera orðið tabú að langa til þess....

Helga Dóra, 30.8.2008 kl. 20:20

7 Smámynd: Marilyn

Þetta er nákvæmlega það sem svo margir halda um femínisma (og hugsanlega vegna framgangs sumra í þeirra hópi) - að femínismi snúist um að engin kona megi vera heimavinnandi og þær eigi allar að vera á framabraut osfrv. En þetta kemur femínisma bara ekkert við heldur snýst hann einmitt um jafnrétti - það vill bara þannig til að það þurfti að berjast meira fyrir réttindum kvenna en karla annars myndir þetta líklegast kallast masculinismi. Jafnréttisbarátta er rétta orðið.

Þú ert pottþétt femínisti Ella Sigga... þú trúir því ekki að konur séu minna virði en karlar, að þær eigi að fá lægri laun og að þær hafi ekki sömu réttindi til menntunar og gæða í lífinu. Er það nokkuð?  Femínismi verður hins vegar að taka aðeins tillit til þess að sumar konur vilja vera heima, hugsa um börn og heimili og veita þeim öryggi osfrv. í stað þess að dæma þær sem afturhaldskuntur og skaðlegar málstað jafnréttisins.

Ég er ótrúlega heit fyrir þessu málefni og hreinlega skil ekki þegar konur segjast ekki vera femínstar... en þarna þoli ég heldur ekki fáránlegar umræður um jafnrétti kynja eins og t.d. bleika og bláa galla á fæðingardeildinni-umræðuna eða ráðherra/ráðfrú-bullið sem femínistafélag íslands kemur fram með undir formerkjum jafnréttis sem gerir í raun ekkert nema veikja málstað raunverulegra femínista og eyðileggja nafn femínismans. Veit um gamlar konur sem eru miður sín í dag vegna þess að einhver kvennabarátta hefur dæmt störf þeirra innan veggja heimilisins dauð og ómerk þar sem þær menntuðu sig ekki og unnu ekki úti og í mínum augum er það alls ekki þetta sem jafnréttisbaráttan á að snúast um. 

Frelsi til að velja - það er jafnrétti. og líka fyrir karla. 

Marilyn, 30.8.2008 kl. 22:32

8 identicon

Alveg sammála þér.

alva (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 23:35

9 Smámynd: Helga Dóra

Góður pistill Marilyn...... Sendu hann til feministanna...... Mér finnst oft svona hópar alltaf ver í öfgum í eina átt.....

Auðvitað eiga allir að vera með sömu laun fyrir sambærileg störf....

En ekki dæma mig undirgefin ræfil ef ég vel það að vera heima og hugsa um börnin mín.. Ekki dæma mig vera búna að gefa upp sjálfstæði mitt ef ég vel að vera heima..

Allir eiga að geta valið það sem hentar þeim hverju sinni.....  

Helga Dóra, 31.8.2008 kl. 11:52

10 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

akkúrat útaf ráðfrú í hlutlausum lit á fæðingardeildinni vil ég ekki sjá að vera kölluð feministi ... en svo er ég það sjálfsagt því ég styð jafnrétti ... skiptir kannski ekki öllu, en ég stend að öðru leyti við allt sem ég kom fram með í upphaflegu færslunni og vil minni hraða, meiri kósí og meiri fjölskyldu

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 31.8.2008 kl. 19:46

11 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Naut þess innilega að geta verið heima með mínum börnum þegar þau voru lítil. Hefði sko ekki viljað neitt annað. Ég er sammála þér Ella Sigga það mætti vera minni hraði og meira kósí.

Kristborg Ingibergsdóttir, 31.8.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband