3.9.2008 | 23:58
aumingi með hor
... það er semsagt ég ... búin að hnerra svona milljón sinnum í dag ... nokkrar eldhúsrúllur búnar og ég með rauðan nebba ... ég ætla að vera heima í fyrramálið, það er bara einn tími og ég ætla ekki að vera að hlaupa út fyrir það, heldur liggja undir sæng og læra (og hnerra) allan daginn ... ég þori ekki að tala hátt, en ég held að ég sé komin yfir morgun(síðdegis&kvöld)ógleðina ... hef ekki fundið fyrir því í nokkra daga og alveg haft lyst á matnum mínum ... vona það besta ... ég var að horfa á þátt í kvöld á discovery home&health (nýja uppáhaldsstöðin mín), þátturinn heitir half ton hospital, þar er fólk í meðferð við offitu og matarfíkn ... það var verið að fylgja eftir 350kg manni sem var við dauðans dyr, konan hans var um 250kg og fór allra sinna ferða á svona rafskutlu því hún gat ekki gengið, samt voru þau sossum ekkert sérlega mótiveruð eða mikið viss um að þurfa að vera eitthvað að skoða sín mál ... þetta var allt gott og blessað og maðurinn var búinn að missa "an astonishing" 25kg og eins og gefur að skilja sá auðvitað ekki högg á vatni ... það sem sjokkeraði mig var viðtal við forstjóra spítalans ... jú hann viðurkenndi að fólkið sem hann var að sinna væri haldið matarfíkn, en hans lausn fólst í að borða minna, hreyfa sig og viti menn ... að komast að rótum matarfíknarinnar, finna ástæðuna ... þarna sprakk ég auðvitað og byrjaði að tuða og hella mér yfir sjónvarpið og manninn minn ... með litlum árangri ... enda hvorugt þeirra með þennan sjúkdóm og mér ekki stætt á að ætlast til að þau skilji málið (sko sjónkan og karlinn) en málið er bara það að fíkn er ekki út af neinu ... ég er ekki matarfíkill og alkóhólisti af því að ég missti mömmu mína, eða af því að ég á þrjá bræður eða var alin upp í garðabæ ... ég er það bara af því að ég er það ... sjitt nú rýkur þrýstingurinn upp aftur því ég er svo vanmáttug gagnvart því hvað venjulegt fólk veit ekki um hvað þetta snýst ... málið er að þessi 350kg maður er ég, hann er sponsorinn minn, hann er vinkonur mínar sem vigta og mæla, munurinn á okkur er bara sá að ég fékk lausn ... og tek hana traustataki einn dag í einu, vonandi alltaf ... svo var annað sem var svo sorglegt að það var næstum því fyndið ... foreldrar 350kg mannsins voru í viðtali og mamma var handviss um það afhverju svona væri komið fyrir syni hennar, það væri alls ekki af því hann borðaði of mikið ... heldur af því að hann vann "desk job" ... pís át ég ætla ekki að segja meir
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
takk fyrir þetta, meira, meira, meira, meira :)
Vona að nebbinn fari að vera til friðs...
alva (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 00:07
Frábær skrif, góðan bata elskan.
Kristborg Ingibergsdóttir, 4.9.2008 kl. 00:11
Já þetta er svona eins og að segja að tréð úti í garði væri eitthvað minna tré (eða minna fyrir mér) ef ég vissi hvernig ræturnar lægju undir moldinni. Þetta er ennþá tré fyrir því ;)
Ég var náttúrulega bara feit afþví að ég var í skóla og afþvíað maðurinn minn var á sjó ... borðaði ekkert óeðlilega?!
Marilyn, 4.9.2008 kl. 00:30
Var að spá í að láta eina góða tannlæknasögu vaða hér.... en bíð með hana
Vonandi batnar kvefið fljótt.
Sykurmolinn, 4.9.2008 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.