7.9.2008 | 17:19
sunnudagur
og ég er ekki búin að gera neitt nema sofa í dag ... og borða ... og stýra mínum eigin manni í húsverkum ... farðu út í búð, náðu í þvottinn, taktu úr vélinni osfrv ... og þessi elska er náttúrulega eins og hugur manns og gerir allt sem ég bið hann um ... sem hentar konu eins og mér afskaplega vel ... mér líður betur, er að sjá fyrir endann á þessari ógeðispest en ætla ekki að gera eins og síðast þegar ég var veik, að fara út að skokka í tilefni bötnunar, það kostaði mig hálfan mánuð í viðbót og annan sýklalyfjakúr sællar minningar ... erum að fara í sónar á morgun, hnakkaþykktarmælingu og hvað þetta allt heitir ... ég er í smá kasti yfir því, held náttúrulega fyrst og fremst að konan segi bara "hér er ekkert barn, þú ert bara ímyndunarveik vina mín" ... svo er það þessi mæling, en um hana segir í fósturfræðinni ...
- Við 11-13 vikur er mæld með ómskoðun haus/daus lengd fósturs og hnakkaþykkt í þykktarskurði
- Aukin þykkt umfram viðmiðunarmörk er vísbending um litningagalla eða hjartagalla fósturs, orsök ekki þekkt, hugsanlega óeðlileg gerð bandvefs sem bindur mikið vatn
- Dregur úr hnakkaþykkt með aldri fósturs
og meira ...
- Aukin hnakkaþykkt getur verið vísbending um fósturgalla, s.s. omphalocoele, þindarslit, ýmsa beinasjúkdóma, burðarmálsdauði er einnig tengdur aukinni hnakkaþykkt, því þykkara, þeim mun verri líkur
Svo eru gerðir einhverjir útreikningar og líkurnar á hinu og þessu reiknaðar út, fleira er tekið inní eins og aldur móður og eitthvað fleira ... mér fannst fínt fyrir ellefu árum að vera bara ólétt, fara í reglulega mæðraskoðun og svo í sónar 19 vikna, bíða svo bara spennt eftir því sem Guð var að fara að gefa mér, sem reyndist svo vera hinn fullkomni snáði auðvitað, með öllu sem honum hefur fylgt ... mér finnst það ekki vera mitt hlutverk að flokka hvaða börn eru velkomin í þennan heim og hver ekki ... þess vegna er ég pínu á hlið með þetta eins og er ... en ef það er eitthvað sem prógrammið hefur kennt mér, er það meðal annars það að ég get engan veginn vitað hvað morgundagurinn ber með sér og er þessvegna ekki í aðstöðu í dag til að ákveða hvað ég geri með fréttir sem ég fæ á morgun ... en núna ætla ég að stroka út skrattann á veggnum og fara að gera eitthvað af viti ... eins og tildæmis leggja mig, er á fullu í því til að losna við pestina ... góðar stundir
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æðislegt 12 vikna sónarinn er æðislegur þegar maður er búinn að fá að vita að allt sé 99% í lagi og bara að sjá kraftaverkið.
Knús og kossar.
Hafrún Kr., 7.9.2008 kl. 17:27
Alveg rétt hjá þér elskan, leggðu þig bara og taka svo bara einn dag í einu. Gangi þér vel í sónarnum, þetta er svo spennandi. Þið konur sem eruð óléttar og eruð að vigta og mæla eruð súperhetjur í mínum huga. Knús
Bobba (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 17:34
takk
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 7.9.2008 kl. 17:40
bíddu bíddu ég er búin kíkja hérna 3x á nokkrum mínótum og það er aldrei sama útlitið á síðunni er ég orðin ýmindunarveik?
Hafrún Kr., 7.9.2008 kl. 17:41
þú ert klikk !! haha ég var að breyta og það klúðraðist og ég gerði bara eitthvað, nú er ég hætt ... lofa
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 7.9.2008 kl. 17:45
Aumingja kallinn þinn
Ómar Ingi, 7.9.2008 kl. 21:01
Hetja. Láttu þér batna og gangi ykkur vel á morgun.
María, 7.9.2008 kl. 22:23
Fáum við að sjá mynd á morgun...heheheh Gangi ykkur vel...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 7.9.2008 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.